Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 207
205
er að taka hana upp í hnepptum háttum, og mun ég koma
að því hér á eftir.
Hér þykir mér rétt að bæta enn við fáum orðum um
þau öfl, sem kunna að hafa aukið mismun írsku háttanna
og norrænu hnepptu háttanna.
Þó að ekki hefði verið stuðzt nema við eina írska vísu,
gat hún vel orðið formóðir heils flokks visna á Norður-
löndum. En hér þarf ekki að leita svo hæpinna kosta. Sýnt
hefur verið fram á, að til hafi verið á Irlandi hrynbund-
inn kveðskapur nægilega kunnur og útbreiddur til þess,
að margir norrænir menn hafi vel getað þekkt eitthvað til
hans. Ekki er vitað, hve traust hafi verið þekking skálds
þess, sem fyrst orti hnepptar vísur á norrænu. I annan stað
kann að hafa verið erfitt í fyrstu að yrkja á norrænu með
írsku háttunum. Spjrrja má, hvemig írska vísan hljómaði
í eyrum norræna skáldsins. Vera mætti, að hann hefði
gripið óvitandi eða vísvitandi til norrænnar kveðskapar-
erfðar. En ætla má, að skáldið hafi hrifizt af írsku vísu-
orðalokunum, sem gerðu braginn svo ólíkan t.a.m. drótt-
kvæðum hætti, gerði þau atkvæði hörð eins og högg, og
svo önnur fyrirbrigði hljóðfalls, sem hafa farið að verka í
huga hans.
Hér áðan gat ég um erfiðleika norræns skálds, sem vildi
kveða undir útlendum hætti. En ekki má gleyma enn einu:
Skáld geta verið ráðrík. Svo kvað Fröding: „Sá jag málar,
Donna Bianca, ty det roar mig att mála sá.“ Vilji skáldsins
sjálfs, sjálfstæði hans, gat valdið miklu um, hversu eftir-
mynd hans af írska bragnum yrði. Ekkert var til, sem gat
knúið hann til að hafa kvæði sitt öðmvisi en honum sjálf-
um þóknaðist. Ekkert gat knúiS hann til beinnar stælingar.
Hér vil ég enn bæta við, að ef sönglag skyldi hafa fylgt
hinum írsku kvæðmn,1 hefur það óefað getað stutt að flutn-
ingi háttanna yfir í norrænt umhverfi, stutt að því, að
útlent hljóðfallskerfi gæti komizt inn í norrænan kveðskap,
1 Sbr. orð Carneys í fyrm. ritg. 24, 4. nmgr.