Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 129
127
inn og fór þangað sem karlinn svaf og náði af honum lykl-
inum.1 Síðan hljóp hann til félaga sinna, og fara þeir til
hurðanna. En á meðan vaknaði karlinn og veitti þeim eftir-
för; skiptust þeir á höggum, en öll sár karlsins greru jafn-
skjótt. Sveini verður það þá fyrir, að hann fleygir lyklimim,
en ræðst með sverði sínu á hurðimar og klýfur þær. Síðan
syndir hann yfir vatnið og drepur kerlingu, þrífur eggið,
leggst yfir vatnið aftur og fleygir egginu i enni karlsins, og
fellur hann jafnskjótt. Höggva þeir hann í sxmdur og
brenna.
Síðan fara þeir og hitta Sólentar kóngsdóttm-. Dveljast
þeir þar í tuttugu dægur. Síðan gaf Sveinn Járnhöfða bústað
Karlsins grá, en hann gaf Sveini ágætan hest; hann var
ljós, en eyrun og hömin rauð. Nú fara þau, unz þau hitta
Claudiu. Síðan halda þau til Grikklands, og er tekið þar
með miklum fögnuði.
Festir Sveinn sér Sólentar kóngsdóttur, en fylgir síðan
Valvin og Kórant til Bretlands.
xvi. Nú sigla þeir til Spaníá, en þaðan til Indíá, sem er
skammt frá. Fagnar landslýður Claudíu, en hún segir þeim
sögu af nauðum sínrnn; sjá menn þá, að stjúpan er tröll og
mannæta. Nú fer Claudía til og þeir, sem henni fylgja, og
brjóta upp svefnhús konungs. Sagði þá Claudía, hvað um
var að vera, dró belg á höfuð stjúpunni, og var hún grýtt,
en síðan brennd. Kórant, sem reyndar var son Skotakon-
ungs, bað nú Claudiu og fékk hennar, og lét konungur lýð-
inn sverja honum hollustu.
Nú halda þeir félagar áfram ferð sinni, imz þeir koma í
Lundúniá í Englandi og hitta Artús kommg, og er Sveini
tekið þar með kostum og kynjum.
I Galliá bjó risinn Ríkon í kastala einum, og þjónuðu
1 Sbr. stökk Kúhulíns hér á eftir, bls. 140n, sjó ennfr. R. Thumeysen,
„Die irische Helden- und Köningssage bis zum siebzehnten Jahrhundert
(1921), bls. 459 (allar tilvitnanir til Thumeysens eiga við þessa bók).