Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 94
92
logn ok lögr
gangi þér í lúðr saman
ok ljái þér æ friðdrjúgrar farar.“ (11. v.)
En þessa mikla sjávar er líka getið í írsku heimildinni.
Þar segir, að haf og land sé milli sveinsins og meyjarinnar,
að það sé mikill sjór, og vegurinn til hennar sé háska-
legur og fjandsamlegur . . . Þar er óheillavænlegur vogur
fullur af mállausum skepnum. (20. gr.). Síðar segir, að
Art fór yfir óheillavænlegt haf, fullt af kynlegum dýrum.
Þessi dýr réðust úr öllum áttum að skinnhát hans, en hann
herklæddist og barðist við kvikindin með gætni, og tókst
að fyrirkoma þeim (21. gr.).
Vert er að veita því athygli, að hér úir og grúir af sæ-
kvikindum, og er sem sagnamaðurinn hafi mikinn beig af
þeim. Hér er Islendingurinn miklu raunsærri, enda veit
hann, að sjórinn sjálfur er hættulegri en flest kvikindi í
honum. Hér má líka koma annað til: skip Norðurlandabú-
ans munu hafa verið traustari en skinnbáturinn. En hvað
um gildir: rnn mikinn, dimman og illan sjó er rætt í báðum
heimildum.
7. Sjöundi galdur Gróu er á þessa leið:
„Þann gel ek þér inn sjaunda,
ef þik sœkja kemr
frost á fjalli há,
hræva kuldi
megit þinu holdi fara,
ok haldisk æ lík at liðum.“ (12. v.)
Orðin hræva kuldi standa í langflestum handritum, og
skil ég það svo, að það hafi svipaða merkingu og „nákuldi“.
f irska textanum er getið um „fjall“, sem sagnamanni
stendur sýnilega stuggur af (20. gr.); síðar er nánar til-
tekið, að fjallað sé eiturkalt og ísi lagt (22. gr.) — orðin á
enskunni eru “venomous icy mountain”. Merkilegt er það,
að á irskunni er viðhaft orðið neimhnech (lýso.), sem virð-