Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 132
130
þrjár mestu hetjumar hvem gegn öðrum, svo og konur
þeirra hverja gegn annari; varð af því mikil úlfúð milli
kappanna; og varð að leita í ýmsar áttir dómara í málinu.
IV. KAPPINN OG KARLINN I HÖLL KONUNGS1
Svo bar við eitt sinn, þegar Ulaðstírsmenn voru í kon-
ungssetri sínu, Emain Macha, þreyttir af samkvæmmn og
leikum, að Conchobor og Fergus mac Roich og aðrir fyrir-
menn komu af leikvellinum og settust í sæti sín í „Rauðu
greininni“, en svo hét konungshöllin. Það kvöld var þar
hvorki Konall hinn sigursæli né Loegaire frægðarljómi, en
aðrir kappar í Ulaðstir voru þar staddir. Þegar á var liðið
kvöldið, sáu þeir karl einn mikinn og ljótan koma inn í höll-
ina. Ekki virtist nokkur maður í Ulaðstír komast í hálfkvisti
við hann að stærð. Hræðilegur og afskræmislegur var hann
að sjá. Innst klæða var hann í fornu skinni, og utan yfir í
hrúnmn kufli; hár hafði hann sem lim á miklu tré svo stóm
sem fjárrétt um vetur, þar sem þrjátíu gemlingar hefðu get-
að fundið skjól. Hann hafði gul, grimmleg augu í höfði, og
sköguðu augun fram úr höfðinu eins og katlar, og tæki hvor
þeirra eitt nautsfall. Hver fingur hans var svo digur sem
lófar annarra manna. I vinstri hönd bar hann höggstokk, og
mundu ekki tuttugu sameyki af uxum fá hreyft meira. f
hægri hendi hélt hann á öxi úr glóandi málmi, sem var
þrisvar fimm tigir mála að þyngd; skaftið var svo mikið, að
sex uxa afl þurfti til að hreyfa það; svo hvöss var öxin, að
höggva mátti hár með henni á móti vindi.
Áður en varir, er karlinn kominn í orðasennu við hirð-
mennina. Þá segist hann vilja koma fram með málaleitun.
Víða kveðst hann hafa farið (og telur upp fjarlæga staði),
en hvergi hafi hann fundið menn, sem hefðu sýnt sér fulla
orðheldni og drengskap.
1 Hér er farið nokkurn veginn eftir þýðingu Kittredges í fyrr-
nefndri bók hans.