Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 68
66
2. Þau konungur og drottning bjuggu saman langan tíma,
en þá tók hún sótt og andaðist og var jörðuð með mikilli
viðhöfn við markaðinn í Tailltiu. Konungur harmaði hana
mjög, og féll honum missirinn svo þungt, að hann sinnti
ekki rikisstjórn (algengt í íslenzkum ævintýrum). En þó
var einskis vant á Irlandi á þeim tíma, nema þess eins, að
konungur skyldi ekki eiga drottningu við sitt haéfi í henn-
ar stað.
3. Þar var eitt sinn, að hann var aleinn, fór hann þá
beina leið frá Tara, þangað til hann kom að Ben Edair
meic Etgaith. Svo vildi til, að þetta var eirunitt þann dag,
sem goðin (Tuatha de Danann) héldu þing. Þau fjölluðu
um mál konu, sem nefndist Bécuma Cneisgel. . . . Sá var
dómur um hana, að hún skyldi vera gerð útlæg frá fyrir-
heitna landinu (goðheimmn eða álfheimum) eða brennd.
Að þessum dómi stóðu nokkrir mikilhæfir menn, sem ekki
þarf hér að nefna. En Manannan sævarguð mælti svo
fyrir, að hún skyldi ekki brennd, svo að sekt hennar festist
ekki við landið eða þjóðina.
4. Menn voru sendir frá Labraid til öngusar í Brugh,
tengdasonar hans, þvi að dóttir Labraids var kona öngusar,
og hét hún Nuamaisi. Menn þessir voru sendir til þess
að Bécuma Cneisgel skyldi ekki finna sér griðastað í nokkr-
um haug á Irlandi. Fyrir því var hún gerð ræk yfir út-
hafið, og var henni helzt vísað til Irlands, því að goðþjóð-
in (Tuatha de Danann) hataði sonu Míls, eftir að þeir
höfðu rekið þá frá írlandi.
5. Frá konunni (Bécumu) segir, að hún lagði hug á Art
Connsson, en hann vissi ekki, að hún ynni honum. Hún
honum var ekki leyft það. svo að hann skyldi ekki dæma rangt og það
drægi úr vexti koms í landinu", sjá R. S. Loomis: Arthurian Tradition
and Chrétien de Troyes, 1949, bls. 390-91 (bókamafn stytt hér á eftir
Arthurian Tradition); — sami höf.: Celtic Myth and Arthurian Ro-
mance, 1927, bls. 184 o.áfr. (nafnið stytt hér á eftir Celtic Myth). —
Sjá enn fremur J. R. Reinhard: The Survival of geis in Mediaeval Ro-
mance, 1933, 103 o.áfr.; — Gross Q153 (og tilvísanir þar).