Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 58
56
sig, og biður hana að gala sér góða galdra, en í dansinum
biður hann um góð ráð. Hún svarar: „Skal jeg mig nu
oprise /af sovnen og hárden kvale, /udi de sannne veje
/da skalt du fuldvel fare?“ Nú skilur efni, því að í Gró-
galdri gelur hún honum galdra, en í dansinum gefur hún
honum hest og sverð og ýmsa aðra hluti, sem honum mega
að gagni verða á ferðinni. Sé ég ekki ástæðu til að grafast
eftir þessari breytingu, en hún er án efa gömul, því að
hún er í flestum eða öllum tilbrigðum dansins.
Þegar líður á galdrana, segir móðirin:
„Þarrn gel ek þér inn niimda
ef þú við inn naddgöfga
or'Sum skiptir jötun,
máls og manvits
sé þér á munn ok hjarta
gnóga of gefit.“ (14)
Hér er efni hið sama og í viðlagi dansins: „Og lad dine ord
vel!“ Annars má spyrja, hvort þessi orð dansins eigi ekki
öllu betur við efni Fjölsvinnsmála: vitaskuld er alltaf gott
að haga vel orðum sínum, en brýnni nauðsyn var það,
þegar maður átti orðaskipti við Fjölsvinn, heldur en hinn
meinlausa smalamann dansins. — Loks lúta orð dans-
ins, þau sem áður voru nefnd, að sveininum mundi vel
famast á vegum sinum, að hinu sama sem orðin í kvæð-
inu: „á vegum allr /hygg ek at ek verða muna“ (5), „ef
þú áma skalt /viljalauss á vegum“ (7) og „æ gnóga heill
/skaltu of aldr hafa, /meðan þú mín orð of mant.“
Nú ætti að koma ferðasagan, en eins og fyrr var getið
og síðar verður nánar vikið að, er hún ekki sögð í Gró-
galdri og Fjölsvinnsmálum, í þeirri mynd sem þessi kvæði
em nú. Og næst hittiun við Svejdal úti fyrir borgarhliði
meyjarinnar í samtali við gamlan mann eða smalasvein
eða smásvein kóngsdóttur. Stimdum er þess getið, að þeir
séu á hvítum sandi o.s.frv., þegar þeir tala saman, en það