Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 31
29
Næsta eðlilegt má telja, að 19. aldar vísindamenn freist-
uðust til að leita sem ákafast að gömlum goðsögum í þess-
um kvæðum. En nákvæm athugun slíkra efna hlaut þó
með tímanum að valda vonbrigðum. Þannig verja tveir
hundar hlið kastala Menglaðar, og heitir annar sama nafni
og annar úlfur Óðins (Geri), en hinn kallast Gífr, sem er
vanalega haft um tröll í fornu máli. Viðhaft er um þá lýs-
ingarorðið sókndjarfir, og er það einkennilegt um hunda.
Þá spyr sveinninn, hvort ekki sé unnt að villa hundana
af verðinum með því að kasta einhverju æti fyrir þá, og
hlaupa inn méÓan þeir eta, og er það heldur ólíkt því að
vera úr goðsögn, en enn síður hetjusagnalegt. En slíkt
mætti hugsa sér í ævintýri á einhverju stigi á ferli þess.
Annað einkennilegt fyrirhrigði í kvæðum þessum skal
nú nefnt. Stefna skáldsins (eða skáldanna) er ólík stefnu
19. aldar vísindamanna. Þeim hættir til að leita að goða-
fræði í þessum kvæðum, en það fer ekki hjá, að skáldið
stefnir að allt öðru. Hann segir frá tré, sem breiðir limar
sínar um lönd öll, en kallar það ekki ask Yggdrasils, heldur
Mímameið. Þetta nafn varpar hálfgerðum goðsagnaljóma
yfir tréð, en aðeins hálfgerðum, það er eins og skáldið var-
ist að blanda því alveg saman við askinn.
Þá segir í Fjölsvinnsmálum, að garðurinn ,Gastropnir‘
sé ger úr „Leirbrimis limum“ (12). Menn veita þvi athygli,
að orðið „Brimir“ kemur á einrnn stað fyrir í merking-
unni „Ymir“ (Vsp. 9, Cod. Reg.), og „Leir-“ kemur að
minnsta kosti einu sinni fyrir í tröllkonuheiti. Mundi ekki
hér koma aftur í ljós sama hneigð að varast augljós goð-
fræðiheiti?
Enn annað skal nefna, sem tengir hústaði Menglaðar
við norræna goðafræði. Grindin fyrir hliðinu heitir „Þrym-
gjöll“, og minnir það á ána Gjöll, Gjallarbrú og grind, sem
nefnist Gjallandi, allt hjá bústöðmn Heljar, enn fremur á
Gjallarhorn, en annan stað á Þrymheim. önnur nöfn úr
goðafræði verður minnzt á síðar.
Einkennilegt má það heita, hve oft kemur fyrir í þess-