Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 161
159
20. Þá svarar hún þoma njót: „Eg þig skal fræða
af þeim jötni orkustríða
eftir því sem viltu hlýða.
21. Turn á hávan tryggðaveikur töfra vörður.
Haldin er þar hringa Gerður;
henni fátt að gamni verður.
22. Flagðajötnar ferlegir tólf að fjöllin geyma,
so veitir enginn Dofra dóma
dirfist mennskur þangað koma.
23. Ellefu illir, einn er þeim þó öllum meiri;
Járnhöfði mun jötnum hærri,
ég veit honum er enginn stærri.
24. Hann hefur áður þvingað þá sér þjónkan veita,
frá þeim kúgað fram úr máta
fjöll og mundinn Gefnar gráta.
Hér má sjá, að skessan veit öll deili á Sveini múkssyni
og ferðum hans, svo og Karlinum grá, athöfnum hans og
húsakynnum. Þetta kemur til af þvi, að álagaverur, rnexm
eða konur, öðlast yfimáttúrulega vitneskju eftir að álögin
hafa hrinið á þeim. Sams konar vitneskju geta tröll og aðrar
þjóðtrúarverur haft í íslenzkum heimildum.1
1 1 Viktors sögu og Blávus (Riddarasögur II, 1964, clxiv) hef ég
talið upp nokkur dæmi um yfimáttúrlega vitneskju, sem álagafólk og
þjóðtrúarverur em gæddar, en sjá enn fremur Hjálmþérss. (Fas. III,
passim), Gríms sögu loðinkinna (s.r., II, 149—50); Eiríks sögu víðförla
(Fas. III, 670, engill). Algengt í yngri sögum íslenzkum, sjá J.Á.2
II, 668, s.v. ávarpa. — Fáein erlend dæmi, einkum gömul: Peredur
(Mabinogion, 1949, bls. 199); Gerbert de Montreuil: La continuation
de Percheval, útg. Mary Williams, 1922, I, 173 („Vous avez a non
Percheval“, segir galdrakona við hann); — um þetta segir A. Bruford:
Béaloideas, 1966 (1969), 17—18, að það sé „a commonplace feat of
supematural characters in Gaelic folk-tales at least“. — Sjá enn fremur
Myles Dillon: Irish Sagas, 1968, bls. 23; R.I. Best, Ériu III, 1907, bls.
165, 169; og Saxo Grammaticus: Gesta Danorum, 1931, I, 240.