Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 183
181
Meira veiti oss ör,
ágæt en ek beðit fá,
fira sú er fremst er,
fullting, drottning,
því at ljóða lofsmíð
ljóssi, þat er skylt oss,
vanda skal ek vita grund
vazta sem ek kann bazt.
Lestina í þessari upptalningu á leifum hneppts kveð-
skapar reka svo háttatöl tvö. Annað þeirra er skrifað upp
á 17. öld af Jóni Rúgmann, og fann Jón Helgason frum-
handrit hans og gaf verkið út eftir því 1941 í I. bd. af
Bibliotheca Amamagnæana; er sá texti betri en eldri prent-
anir kvæðisins. Efnið er gamlar hetjusögur, og em tvær
vísur um hverja hetju. Allt frá dögum Rúgmanns hafa
menn trúað því, að þetta væri hið sama Háttatal eða Hátta-
lykill, sem nefndur er í Orkneyingasögu (81. kap.) og sagt
er, að Rögnvaldur Orkneyjajarl og Hallur Þórarinsson hafi
kveðið, og hefur það verið á fimmta tug 12. aldar. Mein-
bugalaus er þó ekki sú eignarheimild. Það hefur ekki staðið
neitt um höfund í forriti Jóns Rúgmanns, hann mun hafa
getið þess einfaldlega til, að þetta væri sami Háttalykill
sem nefndur er í Orkneyingasögu. Þá segir, að þeir jarl og
Hallur hafi ort svo kvæði sitt, að fimm vísur hafi verið
með hverjum hætti, en þeim þótti þá oflangt kvæðið, og
styttu það. En nú er tvísögn í handritum. Flateyjarbók
segir, að í yngri gerð kvæðisins hafi verið tvær vísur með
hverjum hætti, en í öðru handriti og í gamalli þýðingu
sögunnar (og er þar farið eftir óháðu handriti) segir, að
í yngri gerðinni hafi verið þrjár vísur um hverja hetju.
Loks nefnir Flateyjarbók kvæðið ‘Háttalykil hinn foma’,
en hitt handritið ‘Háttatal hit foma’. Það er óvíst, að
Flateyjarbók hafi á réttu að standa um tölu vísna, en um
nafnið er vitni móti vitni. Samkvæmt þessu er óvíst, hvort
Háttalykill Rúgmanns sé hið sama kvæði sem þeir ortu