Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 102
100
2. Svipdagur lýsir svo híbýlum Menglaðar: „garðar glóa
/ mér þykkja um gullna sali“ (Fj. 5). Til samanburðar
má nefna, að Conn kemur í sinni ferð til híbýla, sem hafa
dyrastafi af bronzi (9. gr., 18. 1.). Enn líkari er þó lýs-
ingin á virki Coinchendar: „Thus it is, with palisade of
bronze round about it, and a man’s head on every stake of
it, after heing slain by Coinchend, save on one stake alone“
(20. gr., 23—25. 1.). Og enn segir svo: „A fair palisade of
bronze was round about it, and houses hospitable and a
stately palace . . . in the midst of its stead“ (25. gr.,
2.-5. 1.). Vitaskuld er þetta algengt minni í írskum frá-
sögnum af hinum heiminum,1 en eigi að síður skiptir það
máli, að þetta kemur þrisvar fyrir í þessum stutta þætti.
Þá spyr Svipdagur enn fremur um sal þann, „er slunginn
er / vísum vafrloga“; er orð og hugtak þar óefað sótt í
norrænar goða- og hetjusagnir (sbr. Háv. 152, Skímism.
8—9). Annars er logaveggur algengur í írskum sögum.2
Heldur torveldast skýringin, þegar hugað er að fyrra
helmingi næstu vísu: „en hann (salurinn) lengi mun /
brodds oddi bifask“ (32. v.). Hér hefur Finnur Jónsson
gert leiðréttinguna: „á bjargs oddi“; er það vitaskuld galla-
laust að efni til, en handrit hafa öll „á brodds oddi“.
Þykir mér hæpið víkja frá þeim. Verður þá eðlilegast að
hugsa sér, að hér sé að ræða um ýkjusagnahugtak, skylt
því, sem kalla mætti „hverfisalarminnið“ („Revolving (eða
turning) castle“).3 Eins atriðis þykir mér þó rétt að geta,
sem kann að gera málið eitthvað flóknara. 1 25. gr. „Ævin-
týris Arts“ segir frá sal Delbhchaemar: „An ingenious,
bright, shining bower set on one pillar over the stead, on
the very top, where that maiden was.“ Á öðrum stað er
1 Sbr. Cross. F148.2-5 veggir úr málmi, F163.1.2., F163. 3—5.3.
2 Sbr. t.d. Patch, bls. 33 og víðar, Cross F163.1.1. o.s.frv.
3 Geta má þess, að í Yngvars sögu víðförla, útg. af E. Olson, 1912,
bls. 19-20, er getið um hús, sem stendur á einum (leir)stólpa, en hvorki
er þar að ræða um kynjasagnaefni né um skrautlýsingu, og mun það af
öðrum rótum runnið en „hverfisalarminnið".