Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 175
Einhverjir hinir einkennilegustu bragarhættir á Norður-
löndum eru alhneppt, hálfhneppt og aðrir hættir þeim
skyldir. Ég mun nú freista að segja nokkuð frá þeim, reyna
að grafast eftir einkennum þeirra og eðli, og loks uppnma
þeirra. Þeir hafa átt sér langa sögu hér á landi; þeir gera
mjög snemma vart við sig, þeir hafa verið nokkuð algengir
á þjóðveldisöld, eru í blóma á síðmiðöldum, svo og á dög-
um Stefáns Ólafssonar, og eru ekki enn horfnir á 19. öld.
Jafnvel á þriðja tug 20. aldar eru enn ort góð kvæði undir
þeim (Fomólfur, Guðmundur Friðjónsson).1 Þeim Fomólfi
og Guðmundi farnast vel meðferð hins ævafoma háttar, og
em efni þeirra þó ýmisleg.
Frá 19. öld er fátt kvæða, eftir Matthías Jochumsson
(um Stefán Ólafsson og Havsteen amtmann), eitt eftir
Benedikt Gröndal („Köld ertu móðurmold“, 1859) og svo
sem ein vísa eftir Jónas Hallgrímsson („Fremri námar“).
Um fleira kann að vera að ræða á þeim tíma, þó að ég hafi
ekki veitt þvi athygli.
Þegar leitað er aftur til 18. aldar, kveður þar meira að
þessum háttum, sérstaklega á fyrra hluta hennar, og þegar
enn lengra er leitað aftur, verða kvæði og vísur með þeim
næsta algengar. Fyxir 1600 mun mega segja, að hneppt sé
1 Vísnakver Fornólfs, 1923, bls. 60; Guðmundur Friðjónsson, Vörður
1925 (= Ritsafn IV, 242). Annað kvæði Guðmundar er prentað í Rit-
safni hans (IV, 230). Það sem mér er kunnugt inn, að síðast hafi verið
ort undir þessum hætti, eru Baugabrot eftir E.Ö.S., prentuð í „Lesbók
Morgunblaðsins“ 16. júní 1974. Þar er ort inn í hin fomu brot.