Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 179
177
ok drifin döggu,
dauð var ek lengi.“ (4-5.)
En hún verður að hlýða Óðni. En ef „ótti drauga“ er Óðinn,
þá er kerlaug hans skáldamjöðurinn. Merkir þá þessi setn-
ing: ‘Hin ágæta drótt hlýði á kveðskap minn’. Loks er
svo línan: „dána vek ek dular mey“ eða „ . . . dulat mey“,
og er ekki handvíst, hvemig það skuli skilja, og læt ég
skýringu þess bíða betri tíma.
Finnur Jónsson lýsir þeim grun sínum, að hragarhátt-
urinn muni vera yngri en frá dögum Haralds hárfagra,
og munu margir hafa verið sama sinnis, verður það mál
rætt síðar í þessari ritgerð. Varla finnast nægileg rök fyrir
ungum aldri vísunnar í orðfari hennar; ef menn teldu það
unglegt, að Reginn sé dvergsheiti í 7. vísuorði, er þess að
gæta, að hann er skýrum orðum kallaður jötunn í Fáfnis-
málum (38. v.), og jötuns drykkur er gömul og óaðfinnan-
leg kenning skáldamjaðarins. En þegar til hins kemur, að
Haraldur hafi vakið Snæfríði upp dána, þá er komið burt
frá hinni raunverulegu hirð Haralds hárfagra og inn í heim
hugarburðar, heim kynjasagna, og þá verður líkara, að eitt-
hvert skáld hafi ort vísuna í orðastað hans.1
F.kki þarf að taka fram við íslendinga, sem athuga vísuna,
hvílíkur uggvænlegur og hrollkaldur draugablær er yfir
henni. Það sætir því furðu, að annar eins vísindamaður og
Jan de Vries skyldi þykjast finna hér einhvern trúbadúra-
blæ, en skýzt þó skýrir séu. ‘Uggr’ er allt annað en ástar-
1 Þeim sem hafa annars hug á efninu, má benda á ritgerð eftir
Moltke Moe, pr. í Samlede skrifter II, 1926, 168-97 (þess skal geta, að
hún þarf gaumgæfilegrar endurskoðunar við), en sjá þó einkum Kristo-
fer Nyrop: Toves tryllering, 1907, í Fortids sagn og sange I; A. Wes-
selski: Márchen des Mittelalters, 1925, nr. 3, einkum bls. 191; Jan de
Vries: Het ‘Snjófridlied van Harald Schoonhaar, í Ex libris, bibliofile
breve til Ejnar Munksgaard, 1940, 165-72; Stith Thompson: Motif-Index
of Folk-Literature, D2167, Corpse magically saved from corruption,
E0 o.áfr., Resuscitation; E310, Dead lover’s friendly return; T85.4.1,
Ring of Fastrada.
12