Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 155
153
að vega Carados nema með sverði sjálfs hans. Hann trúði
konunni fyrir sverðinu, en hún fékk Lancelot það, og vá
hann Carados með því.1
Auðsjáanlega er hér eitt og annað líkt því sem er í rím-
unum, en ermþá fleira sem likist frásögninni af dauða Cú-
Rois, svo sem svik stúlkunnar við Carados. Á hinn bóginn
er getið urn fangavist Yalvins, alveg eins og er í rímunum.
Eitt atriði skal rætt ögn nánar. Hér segir, að Carados
yrði ekki veginn nema með sverði sjálfs sín. Slíkt er annars
algengt í sögum (sjá Thompson Z312, „unique deadly
weapon“), og er því lítið að marka, þó að fjöregginu sé
sleppt, en sverðið verði eitt eftir í yngri sögunni af CúRoi.
Annars er sverðið í elztu sögum af CúRoi í rauninni liður
í röð margra varúðarráða til að varðveita „fjör“ hans. Ef
menn vilja, geta þeir leikið sér að þeirri hugsun, að úr þeirri
röð hafi fallið niður fjöreggið í yngri sögum af CúRoi og í
frásögninni af Carados, en Islendingar hafa haldið því, en
sleppt sverðinu-
Auk þess sem nú var sagt frá fangavist Valvins í Dolo-
reuse Tor, er eitt og annað í frásögn sama rits (Vulgate
Cycle) um Doloreuse Garde, sem vert er að hyggja að. Sagt
er, að á þeim kastala hafi hvílt álög, sem Lancelot kom
af. En það yfirvarp var haft á, að Guinevere drottning
væri þar fangin, og var það til þess að teygja Lancelot til
kastalans. Eitt af því, sem sagt er frá, er að hann varð að
sækja lykla í helli. Hann sigraðist á einni raun eftir aðra,
þangað til hann hitti blámann með augu og tennur eins
og logandi kol og með eld í munni. Sá reiðir upp öxi með
báðum höndum, en Lancelot hörfar snögglega aftur, en
ræðst síðan á hann, fellir hann og kyrkir.2
Eins og sjá má, er landslag á slóðum risans í rímunum
ekki ósvipað sumu, sem segir í Artúrskvæðum, þar sem
sagt er frá fjarlægum stöðum. Er það einkum vatnið, og
stundum er hólmi eða eyja í því. En fjöreggsminnið mun
1 Sama rit, IV 109—16, 136—38.
2 Sama rit, III 189—92; Loomis: Celtic Myth, bls. 108.