Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 38
36
Ekki er sagt, hvað þessir menn gerðu, en telja má víst, að
það hafi verið einhvers konar smíð. Líklega hefur þorri
smiðanna verið dvergar (sbr. nafnið ,,Dellingr“), og skal
nú hyggja að nöfnum þeirra; en því miður er textinn hér
alltof tortryggilegur. Upptalningin er svona:
Uni ok Iri,
Bari ok Öri
Varr ok Vegdrasill;
Dóri ok Uri,
Dellingr, Atvarðr,
Láðskjálfr, Loki.
Líklegt er, að „Bari“ í 2. línu eigi annaðhvort að vera
„Bári“ eða „Barri“. „Dóri“ í 4. línu gæti og verið „Darri“
og „Uri“ er stundmn skrifað „Óri“. Þá er í sumum hand-
ritum skrifað „at var þar“, og má vera, eins og Sophus
Bugge hugði, að hér eigi að lesa: „Dellingr at var þar lið-
skjálfar loki“, og kynni „liðskjálfar lok“ þá að vera hhðið
eða lok verksins.
Nokkuð af dverganöfnum Fjölsvinnsmála kemur fyrir í
dvergaþulum Völuspár. Ekki er líklegt, að þær hafi verið í
því kvæði frá upphafi, en varla þarf að efa, að þær séu
miklu eldri en Fjölsvinnsmál, og er eðlilegt að ætla, að nöfn
í því kvæði geti verið komin úr þessum þulum. Svo kynni
að vera um nöfnin Óra og Dóra. 1 Fjölsvinnsmálum kemur
fyrir dvergsheitið Varr; það kemur fyrir sem eins konar
dulnefni Regins, fóstra Hróars og Helga Danakommga, í
vísu hans:
Varr sló nagla
ok varr höfðaði,
en varr vörum
varmagla sló.
Þetta var nógu eftirminnileg vísa til þess, að Fjöl-
svinnsmálaskáldið nefndi svo einn af smiðum sínum,