Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 47
45
í íslenzkum heimildum. Kalla má, að það komi fyrir í
Vilhjálms sögu sjóðs,1 en raunar er þar miklu fremur að
ræða um samninga en álög: ýmislegt er lagt undir nokkur
töfl. Lýkur því svo, að Vilhjálmur tekur á sig að fara til
Serklands og telja þar upp nöfn trölla í helli einum. Er það
langvega för og háskaleg, og kemur margt fyrir í henni.
Síðar kemur í ljós, að þar í er fólgið „fjör“ (þ.e. líf) tröll-
anna, ef maður kann að telja þau öll upp með nafni.
Tafl og álög koma fyrir í íslenzku ævintýri skráðu af
Páli Pálssyni (yngra) á Árkvörn á tímabilinu 1863-64
eftir gamalli konu.2 Þar segir frá Þorsteini karlssyni, sem
gætti fjár föður síns. Hann átti stjúpu, sem var honum
góð, og getur hér og i ýmsum öðrum íslenzkum ævintýr-
um að líta uppreisn á móti hinum stöðugu frásögnum af
illum stjúpum.3 Á leið Þorsteins, þegar hann var að smala,
var hóll eiim, og var Þorsteinn þeirrar trúar, að byggð
væri í honum. Eitt sinn gekk hann framhjá hólnum og
sá þar standa konu bláklædda. Hún bauð honum að tefla,
og tefldu þau allan daginn, og vann Þorsteiim jafnan.
Næsta dag var konan grænklædd, og tefldu þau enn, og
fór allt á sömu leið. „Þriðja daginn hugsar hann með sér,
að ekki skuli hann nú koma að hólnum, en það var eins og
eitthvað teygði hann, þangað til hann er kominn að hon-
um. Hún stendur þá úti rauðklædd og býður honum að
koma að tefla. Hann er tregur á það, en gerir það þó. Þau
tefla lengi um daginn, þangað til hún hrindir fram borðinu
og segir, að þetta skuli ei svo til ganga og segir: „Mæli ég um
og legg ég á, að þú megir til að fara frá föðurhúsum og þú
1 Edited by Agnete Loth, Late Medieval Icelandic Romances IV,
1964, (Bibl. Arnam., B vol. 23), bls. 3 o.áfr.
2 Sagan er varðveitt í Landsbókasafni 436, 4to; Verzeichnis m-. 556
II; Jón Ámason: Islenzkar þjóðsögur og ævintýri, 3. útg., V 149-51.
3 Um góðar stjúpur sjá Verzeichnis nr. 728, túlkun sögimnar
E.Ó.S., Nordisk kultur IX, 294; K. Liestöl: Maal og minne 1930, 51-71;
E.Ó.S.: Um islenzkar þjóðsögur, 1910, 229, sbr. nr. *556; R. T. Chris-
tiansen: Studies in Irish and Scandinavian Folktales, 1959, 20.