Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 95
93
ist svara til meðferðar orðsins eitr um ofsalegt frost eða
kulda. Auðsjáanlega svarar galdurinn vel til írska textans.
8. Enn kveður Gróa:
„Þann gel ek þér inn átta,
ef þik úti nemr
nótt á niflvegi:
at því firr megi þér
til meins göra
kristin, dauð kona.“ (13. v.)
Hér er óefað átt við fordæðu, galdrakonu, hún er ein. En í
írska textanum eru þær níu. Talan virðist þó skipta litlu
máli í frásögninni. Víslega áttu fordæðumar auðveldara að
gera ferðamanninum mein níu saman, en ein fordæða gat
þó líka verið honum fullskæð. Um galdrakerlingamar segir
í írsku sögurmi, að til þeirra hafi legið þröngur stígur
gegnum skóg, og í þeim dularfulla skógi hafi verið skugga-
legt hús (2013), sbr. orðið „niflvegr“.
Einkennileg eru orðin „kristin dauð kona“, og er vant
að sjá, að þau geti verið rétt. Mundi ekki mega hugsa
sér, að hér sé enn ein ritvillan, og upphaflega hafi verið
skráð „kfscin“, sem síðar hafi verið lesið „kristin“. Saman-
ber skýringu Finns Jónssonar (í Lex. poet.) á orðinu kerski:
„2) fræk næsvished, uforskammethed“. — Geta skal þess
þó, að mér hefur komið til hugar önnur skýring á orðunum
„kristin . . . kona“, en að svo komnu máli skortir mig fróð-
leik til þess að ég telji ráðlegt að fara út í þá röksemdaleiðslu.
Ekki segir í norræna kvæðinu, hvaða mein búizt var við,
að fordæðan ynni Svipdegi, en frá hinum níu galdrakind-
um er greinilega sagt, að þær áttu að búa komumanni hað
úr bráðnu blýi.
Þó að þvílíkt bað varði ekki íslenzka kvæðið, þykir mér
ekki með öllu óskyldur fróðleikur að fara um það nokkr-
um orðum. Blýbað má finna ýmsum stöðum í suðrænum