Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 74
72
Bécumu Cneisgel, því að fyrir sjálfrar ihennar sök var
hún rekin brott úr Undralandi.“ En Conn þóttist ekki
geta rekið hana frá sér. Þá sagði konan, að sökum hennar
mundi Irum verða vant þriðjungs korns, mjólkur og siglu-
trjáa, svo lengi sem hún væri með konungi. Síðan kvaddi
hún þá og hafði með sér son sinn Segda, heilan á húfi.
15. Hér á undan dreifðist nokkuð efni söguþáttarins, en
veigamikið atriði í því var þó dauði drottningar og tilkoma
stjúpunnar. Verður það nú meginefni hér næst á eftir.
Það var eitt sinn, að Bécuma var stödd úti, og sá hún
Art, son Conns, leika þar fidchell (eins konar tafl). Ekki
féll Art vel að sjá þar óvin sinn. „Er það Art Connsson?“
spurði hún. „Svo er,“ sögðu þeir. „Víti (geis) falli á hann,
nema hann vilji tefla við mig fidchell og ganga sjálfur í
veð fyrir taflið.“ Þetta sögðu menn Art kóngssyni. Var
þeim þá fært fidchell, og léku svo, og vann Art fyrsta
tafhð. „Þú hefur tapað,“ sagði hann. „Svo er það“, mælti
hún. „Og víti á þér, ef þú neytir matar á Irlandi áður en
þú útvegar mér galdravöndinn, sem CúBoi Daresson hélt
í hendi, þegar hann lagði undir sig Irland og víða veröld;
sæktu hann handa mér.“
16. Þá fór konan, unz hún kom að hinum dögghta, sól-
deplótta haugi, þar sem öngus dvaldist við hhð konu sinn-
ar, Nuamaisi Labraidsdóttur. En hversu sem hún leitaði
um flestar dysjar Irlands, fékk hún engin tíðindi af galdra-
vendinum, fyrr en hún kom að haugi Eogabals, og var
henni þar vel tekið af Aine, dóttur hans. Þær voru fóstur-
systur. „Þú mtmt hafa tíðindasögn hér,“ sagði hún, „og
skaltu hafa með þér þrisvar fimmtiu unga menn, þangað
til þú kemur að virki CúRois á tindi Sliabh Mis.“ Og þau
fundu vöndinn þar, og fagnaði hún því mjög.
17. Síðan héldu þau af stað til Tara, og fékk hún Art
vöndinn og lagði hann í kné honum. Þá var þeim fært
fidchell-tafhð, og léku þau að því. En dysjabúamir tóku
að stela töflunum. Art sá það og sagði: „Dysjabúamir em
að stela töflum frá okkur, og þú ert ekki að vinna tafhð,