Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 138
136
*0, M; að ári liðnu G, P; þessum kostum er sleppt í S, C),
eða kappinn má höggva höfuð af gestinum í dag, en gestur-
inn má svo launa honum næsta dag (1, S, M og ef til vill *0
(sbr. þó Kittredge), eftir ár G, P). Allir riddaramir draga
það við sig (1, *0, S). Einn þeirra segir, að sá væri fífl, sem
ekki veldi hetri kostinn (f, *0). Komumaður hæðir hirð-
mennina og segir, að hugleysi þeirra hafi eytt frægð þeirra
(f, *0, S). Einn af köppunum hleypm- fram og grípm* vopn-
ið (í, *0, S). Gesturinn leggur hálsinn á höggstokkinn
(-=- S), og kappinn heggur af honum hausinn (í, *0, S).
Komumaður tekur upp höfuð sitt og hverfur síðan (í, *0, S).
En áður en hann fer út úr salnum, heitir hann þó að koma
næsta dag (eða ár, sbr. áður).
Eins og lesanda er ljóst, lauk þessari samanburðarskrá,
þegar Karlinn grái kom aftur til að krefjast, að Sveinn héldi
sáttmála þeirra. Og eftir er þá miklu meira en helmingur
þessa hluta rímnanna („III. hluta“), og verður nánar getið
þess efnis áðm- en langt um líður. En hér skilja leiðir með
rímunum og útlendu heimildunmn, að vísu ekki að fullu,
því að aftur og aftur koma einstök minni fyrir bæði hér og
þar, en ekki í sömu röð né alltaf með sömu efnistengslum.
En ef fylgt er skránni hér að ofan, veitrnn vér athygli
aftur og aftur líkingu, sem er með rímunum, írsku sögunni
og heimild þeirri, sem Kittredge gerir ráð fyxir og nefnir
*0. *R-kvæðin, „Sir Gawain“ og „Caradoc“, fylgjast að í
breytingum frá *0, svo sem i því, að ár líðm milli funda
gestsins og kappans; nú heldur Kittredge að vísu, að *0 hafi
í þessu farið sömu leið og *R-kvæðin gera, en erfitt er að
hnekkja samstæðum vitnisburði I og S.1 Rreytingin hefði,
að mér virðist, getað verið gerð í *R, ef til vill fyrir áhrif
frá brezkum (velskum) sögnum.2 Síðari breyting er það
1 Kittredge, bls. 70; sbr. R. S. Loomis: Arthurian Tradition and
Christien de Troyes, 1952, Index of Subjects s.v. Seasonal combats.
2 Sbr. Mabinogion, þýtt af Gwyn Jones og Thomas Jones, 1949,
bls. 4 o.áfr., 107 o.s.frv.