Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 186
184
fjórar í jöfnum og skothending, „ok oddhent ok stýfð en
fyrri hending“ (þ.e. hendingaorðið fremra er einkvætt).
Eins og lýsing Snorra ber með sér, eru vísuorðslok í jöfnum
braglínum í hnugghendu ekki stýfð (þ.e. þau enda á -x),x
Auðvitað hefur Snorri hér sem ella mótað vísuorð þau,
sem á eftir fara í hverri vísu, eins og tvö hin fyrstu, og
hætt er við, að hann hafi samræmt það, sem í gömlum
vísum var tilbreytilegt (,,háttaföll“).
Næst kemur svo 77. vísa hans, hálfhneppt:
Snyðja lætr í sólroð
snekkjur á Manar hlekk
(árla sér) imgr jarl
(allvaldr breka fall) . . .
Bæði þessi bragarháttur og hinn næsti eru svo gerðir, að
öll vísuorðalok enda á áherzluatkvæði (þau eru „stýfð“ að
tali Snorra). Annars er skýring Snorra á hálfhnepptu á
þessa leið: „1 þessum hætti eru sex samstöfur í vísuorði,
en eigi er rangt, þótt verði fimm eða sjau; í fyrsta ok
þriðja vísuorði eru skothendur, en aðalhendingar í öðru ok
hinu fjórða i hvárum tveggja stað, en fyrri hending rétt
(sem) í dróttkvæðu, en hin síðari stýfð eða hneppt, þat er allt
eitt.“ Þá er 78. vísa, „alhneppt“:
Hrönn skerr, hvatt ferr,
húfr kaldr, allvaldr,
1 á b r ý t r (lög skýtr)
limgarmr (rangbarmr) . . .
og síðan skýringin: „1 þessum hætti eru fjórar samstöfur í
1 Um skyldleika háttanna náhendu og hnugghendu (Háttatal 75-76)
við hálfhneppt og alhneppt sjá hér á eftir bls. 206-07. Hins vegar læt ég
hjá líða hugleiðingar um stúfhent (Háttat. 74) og ýmsa aðra minni
háttu.