Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 151
149
munu vera frá því um 1500 eða litlu yngri, en fara eftir
sögu, líklega frá 14. öld.)1
Áður en langt um liður, mun nokkuð meira rætt um
landslag í útlendum sögum eða kvæðmn, sem líkjast eitt-
hvað íslenzkinn lýsingum, en að sinni er rétt að fylgjast
með atvikum í för Sveins.
Hér á undan var drepið á koparhurðimar níu, sem voru
fyrir hellinum, þar sem móðir Karlsins grá lá á egginu í
hólmamnn, og rauf Sveinn þær með sverði sínu. Slíkar
hurðir veit ég ekki til, að verið hafi á Islandi. 1 írskum sög-
um er þeirra á hinn bóginn margoft getið. En af því að
þær hafa vitanlega tíðkazt í raun og veru í Evrópu á mið-
öldum, sé ég ekki, að neitt gagn sé i að velta vöngum yfir
þeim; aðeins er augljóst, að þær eru sóttar til annara landa.
Eins og fyrr var getið, em hinar nytmiklu kýr horfnar
úr enskum og frönskum heimildum. Sama máli gegnir mn
rhmnnar íslenzku. Þó er eins og þar komi fyrir leifar minn-
isins í breyttri mynd, en það er hinn forkunnar fallegi
hestur, sem risinn Jámhöfði gefur Sveini múkssyni að
skilnaði. Um kýrnar sagði í írskum frásögnum, að þær hafi
verið hvítar með rauðinn eyrum.2 Af slíkmn kúm segir
víða i írskum fornsöginn.3 Nú er að vísu engra slíkra kúa
1 Ætlazt er til að þessi rimnaflokkur verði á sínum tíma prentaður
ásamt öðrum rimum til 1550 eða svo, á vegum Ámastofnunar á Islandi
(Handritastofnunar Islands).
2 Thurneysen, bls. 432 n 4.
3 Dæmi: Thurneysen 260, 286, 311; Myles Dillon: TJie Cycles of
the Kings, 1946, bls. 50, 51, 105. Sjá lika Cross: Motif-Index B731, 4,
2; o.s.frv. — Þess skal getið, að sá er þetta ritar, hefur alltaf ímyndað
sér, að slikar kýr heyri til heims hugarburðar. En Myles Dillon segir
um þær í fyrrgreindu riti sínu, hls. 50, n 1, að Osbom Bergin hafi bent
ó, að leifar af hjörðum hvítra kúa með rauðum eyrum séu til og gangi
villtar; sé hvað merkust Chittington-hjörðin í Norðimbralandi (Ériu
15, 170). Hér má viðhafa orð Högna í Njálu: „Trúa mynda ek, ef Njáll
segði, því at sagt er, at hann ljúgi aldri.“ Likt mátti segja um Dr.
Bergin heitinn.