Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 200
198
einn stað niður við þær niðurstöður, sem ég hafði komizt
að í rannsókn íslenzku textanna. Það voru mér kær vega-
mót. Yitaskuld hef ég síðan reynt að færa mér í nyt
þessar merkilegu rannsóknir á sögu írsku bragfræðinnar,
sem nú höfðu hirzt.
Fyrir nokkuð löngu höfðu hinir nafntoguðu vísinda-
menn Rudolf Thumeysen og Kuno Meyer gert merkar
rannsóknir á írskum hragarháttum. Þeir héldu því fram,
að eftir því sem kristni breiddist út á Irlandi, hafi írskur
kveðskapur orðið fyrir miklum latneskum áhrifum, t.a.m.
um bragarháttu. Rím varð þá algengt, en stuðlasetning
hélzt að meira eða minna leyti, og það varð að reglu, að
hafa tiltekinn fjölda atkvæða í vísuorði, en skipun áherzlu-
atkvæða var mikið til óákveðin.
1 bók sinni “Early Irish Metrics” hefur Gerhard Murphy
látið í ljós svipaðar kenningar og þeir höfðu gert, Rudolf
Thimaeysen og Kuno Meyer.
Á síðari árum hafa menn áttað sig á því, að saga írskrar
bragfræði muni margbrotnari en menn hugðu áður, og
mun ég nú segja nokkuð frá þvi. I bók sinni “Early Irish
Literature” (1958) ritar írski visindamaðurinn, Myles
Dillon á þessa leið um elzta skáldskap Ira:
„F^Tstu varðveittu kvæðin eru einungis stuðluð orð án
ríms eða [reglulegs] hljóðfalls, og munu þau vera frá
sjöttu öld. Þá kemur fram rím við lok sjöttu aldar, en þó
er enn ekki bundin tala atkvæða. Varðveitt brot þessara
fornlegustu kvæða eru aðallega sögulegs efnis eða lofkvæði
og ekki mikils verð að skáldskapargildi; samt eru þar á
meðal sum fjörleg háð- eða níðkvæði. Þá er það, á sjöundu
öld, að reglulegt hljóðfall gerir vart við sig, tengt fjöl-
breyttu rími. Ljóðræna birtist nú í kveðskapnum . . . Á
sama tíma kveður mikið að hrynbundnum línum, en án
ríms, í lagaritum og í mærðarlegum köflum í sögrnn; er
hrynjandinn þá oft tveir tvíliðir + einn þríhður. En það
virðist hafa verið vinsælt til að festa efni í minni, og varð-
veittist í sögum allt inn í miðírska tímabilið.