Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 137
135
öðru kvæði. En þegar írska sagan og *0 (kvæði það, sem
Kittredge gerir ráð fyrir að hin varðveittu kvæði stafi frá;
það er nú glatað) koma inn í samanburðinn við rímumar,
birtir til. Verður nánar vikið að því hér á eftir.
Nú skal gera nánari samanburð en áður á tilbrigðum
sagnanna. Ég notfæri mér skrá þá, sem Kittredge hefur i
bók sinni, en bæti við efni úr rímunum.
Artúr konungur (*0; Conchobor I; Sergius S) beldur
mikla veizlu í Carduel (*Emain Macha I; er með hirð sinni
í Miklagarði S) um hvítasunnu (*0 -e I, S), og hirðmenn
hans og konur safnast saman (*0; konumar koma nokkru
síðar 1; þeirra er ekki getið S). Veizlan er undirbúin, en
konungur vill fyrst heyra inn einhverja nýlundu eða ævin-
týri: það er vanihans (*0, + 1, S). Skyndilega birtist hræði-
legur jötunn í salnum (1, *0; stendur á miðju gólfi S); hann
er ljótur og svartur, með ofsalegt augnaráð og loðinn hár-
lubba (f, *0; loðið hár + S); lýsingin er vel varðveitt í M,
en samkvæmt frásögninni í *R og P er hann hinn sæmileg-
asti riddari; að sögn *R grænklæddur með krans um höfuð.
Hann nálgast hásætið (*0, S), en heilsar engum í salnum
(í, *0, S). Hann ber mikla öxi í annarri hendi, en geysi-
stóran höggstokk í hinni (f, *0, + S; samkvæmt S og C er
hann með sverð, en minna ber á höggstokknum í C og er
horfinn í S, G). Hirðmönnum bregður mjög í brún (I, *0,
S). Konungur spyr um nafn komumanns; hann segir: „Þér
megið kalla mig K,arl hinn grá“ (aðeins S). Gesturinn kveðst
vera kominn til að bjóða köppunum að eiga „leik“ við sig,
sem enginn hafi fyrr verið fús til, en svo frægir riddarar
ættu þó að sýna meira hugrekki en aðrir (í, *0, S). Artúr
konungur segir engan vafa á, að í þetta skipti verði hann
ekki fyrir vonbrigðum og spyr, í hverju leikurinn sé fólg-
inn (í, *0, S). Gesturinn gerir nú grein fyrir kostum sín-
um: „Ég skal í dag höggva hausinn af einhverjum kappa
kóngs, en hann skal höggva höfuð af mér næsta dag“ (í,