Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 87
85
hjálpar syni sínum. Hefur mér komið til hugar, að Gróa
komi með nokkuru móti í stað hinnar hollu og fjölvísu ey-
konu í sögu Arts. Sú hefur forvizku eins og Gróa, og má
kalla, að galdrar Gróu og leiðarvisan Creide svari hér og
þar hvað til annars. Má ef til vill tala hér tnn skipti á
minnum, og að Gróa komi í stað Creide. Vitaskuld er mun-
ur á frásögnumnn. f Ævintýri Arts gefur Creide yfirht
yfir ferð hans,1 og síðan er sagt frá ferðinni, en galdramir
eru til vemdar Svipdegi og geta rétt aðeins um hættuleg-
ustu atvikin í ferð hans, og í röð, þar sem tilviljun virðist
ráða. Hann verður því að spyrja Fjölsvinn spjörunum úr,
þegar þeir hittast, en í irsku sögunni er rétt aðeins getið
um, að Art fær lauslega frásögn eykonunnar um það, hvar
virki meyjarinnar sé (20. gr., 1. 22-23), en síðan þröngvar
hann konu Ailills Morganssonar til að segja sér til virkis
Morgans.
20. Nú segir, að Art dvaldist hálfan annan mánuð á eyj-
unni; að því búnu kvaddi hann meyna og sagði frá erindi
sínu. Síðan heldur sagan áfram. „Það er satt,“ segir hún,
„þetta er erindi þitt, en ekki mun þér reynast fljótgert að
finna meyna, því að leiðin er ill þangað, og sjór og land á
milli ykkar, og þó að þú komist þangað, kemst þú ekki
lengra(?). Mikill sjór ogdimmleitur (hér heldur Bestað eigi
að standa ,skógur‘), milli þín [og hennar]; banvænlegur og
fjandsamlegur er vegurinn þangað, þvi að færðin um skóg-
inn er eins og spjótsoddar úr bardaga væra undir fótmn
manns, þegar gengið er á skógarlaufi. Þá er óheillavænlegur
vogur fullur af mállausmn kvikindum héma megin við ófa-
mikinn skóg. Og geysimikill eikarskógur, þykkur og þymótt-
ur, áðm* en komið er að fjallinu, og liggur þröngur stigur
gegnum hann, og skuggalegt hús er í hinrnn dularfulla skógi
við enda þessa stígs, og þar era sjö galdrakerlingar með hlý-
bað, sem bíður þín, því að koma þín er örlögbundin. Enn
1 Sbr. Cross F 150. 4, Hospitable host advises adventurer on way to
Other World. •