Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 16

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 16
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 15 samningsaðilarnir taka, það er að segja hver ber áhættu á byggingarkostnaði og rekstri og hver ber áhættu á notkun mannvirkisins. Í samgönguverkefnum, svo sem vegagerð og brúargerð, geta einkaaðilar tekið áhættu á hvoru tveggja, byggingarkostnaði og rekstri annars vegar og notkun hins vegar. Félags- legir innviðir, eins og spítalar, skólar og fangelsi, fela hins vegar yfirleitt ekki í sér áhættu einkaaðila á notkun innviðarins. Hvernig verkefni mætti hugsa sér í einkaframkvæmd hér á landi? Þörfin á uppbyggingu innviða á Íslandi í viðum skilningi er mikil. Uppsöfnuð fjár- festingarþörf í innviðum á Íslandi, bæði hefðbundnum og félagslegum, er metin af fjármálafyrirtækinu GAMMA um 12-15% af vergri landsframleiðslu, eða sem nemur að minnsta kosti 250 milljörðum króna. Fjárfest- ingarþörf i innviðum næstu 7-10 árin verður samkvæmt sömu greiningu að minnsta kosti 500 milljarðar eða um 25% af vergri lands- framleiðslu Ekki hafa verið mörg skref stigin hér á landi í aðkomu einkaaðila að stórum innviðafjár- festingum. Hvalfjarðargöng koma upp í huga margra en aðkoma ríkisins þar var smávægi- leg eða undir 10% af fjárfestingunni og líklegt að mörg ár eða jafnvel áratugir hefðu liðið áður en göngin hefðu verið gerð ef ekki hefði komið til aðkoma annarra en ríkisins. Það eru hins vegar allnokkur tækifæri fyrir einkaaðila til að koma að innviðum á Íslandi. Flest það sem skilgreina má sem innviði hér á landi er í nú í eigu opinberra aðila. Vel mætti hugsa sér að opinberir aðilar seldu hluta af eign sinni í fjölmörgum þessara eigna og fengju einkaaðila til liðs við sig. Má þar meðal annars nefna Landsvirkjun, Orkuveituna, Landsnet, Leifsstöð og hafnarmannvirki og rekstur þeirra. Hægt væri að telja upp mun fleiri dæmi. Varðandi ný verkefni í svokölluðu public- private partnership má benda á fyrirhugaða stækkun Leifsstöðvar og aðra uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þar gætu einkaaðilar komið að verkefninu og síðan væri félag um flugvöllinn skráð í kauphöll. Stór ástæða nauðsynlegrar stækkunar Leifsstöðvar snýr að tengiflugi einkarekinna flugfélaga milli Evrópu og Bandaríkjanna og því nauðsyn- legt að ræða hvort skattgreiðendur hér á landi eigi að bera áhættuna af tugmilljarða fjárfestingu í stækkun flugstöðvarinnar. Fjöldamargir stórir flugvellir í evrópskum borgum eru í eigu einkaaðila að öllu eða hluta og nægir þar að nefna flugvellina í Kaupmannahöfn, París, Róm, London, Frank- furt, Zürich og Brussel. Varðandi fjárfestingar í samgöngum þá er það staðreynd að úthlutun framkvæmdafjár til samgöngumála hefur dregist saman um 70% frá hruni. Sundabraut er líklega eitt Ekki hafa verið mörg skref stigin hér á landi í aðkomu einkaaðila að stórum innviðafjárfestingum. Hvalfjarðargöng koma upp í huga margra en aðkoma ríkisins þar var smávægileg eða undir 10% af fjárfestingunni og líklegt að mörg ár eða jafnvel áratugir hefðu liðið áður en göngin hefðu verið gerð ef ekki hefði komið til aðkoma annarra en ríkisins. Mynd: Pietro
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.