Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 38
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 37 Í því felst að ekki verði vikið frá kröfum um virkt umhverfismat á öllum stigum, byggðu á bestu fáanlegu faglegri þekkingu og tækni. Einnig að leitað verði sátta á sem breiðustum grundvelli og að tekið verði tillit til athugasemda frá almenningi, fagfólki og hagsmunaaðilum eftir að tillögur verkefnastjórnar liggja fyrir. Þetta er nýlunda í ályktunum flokksins og lofar góðu að tekið skuli tillit til athugasemda frá almenningi og hagsmunaaðilum. Við, almenningur, erum mikilvægustu hagsmuna- aðilarnir og tilfinning okkar á það stundum til að bera skynsemina ofurliði, eins og nefnt var í upphafi þessarar greinar. Þess má þó geta að tilfinning er afar öflugur hluti greindar hvers manns og hana skal því ekki vanmeta. Og því má aftur spyrja á svipaðan hátt og hér á undan, hvort hnignandi fylgi Sjálfstæðis- flokksins í skoðanakönnunum tengist á einhvern hátt því að flokkurinn hlusti ekki lengur eftir tilfinnum fólks? Eitt vitum við þó og það er að ekki gengur alltaf að líta á málin með gagnaugunum. Sú hugmynd er einstaklega falleg að við höfum landið að láni, það sé í eigu afkomenda okkar. Jafnframt að við eigum að standa þannig að málum að okkur sé sómi að arfleifðinni, jafnt landinu sem þjóðfélagsgerðinni. Hér er áreiðanlega auðveldara um að tala en framkvæma en þar tekur þar pólitíkin við. Þá skiptir máli að hinir bestu menn taki ákvarðanir eins og sagt var til forna. Höfum við slíka á Alþingi Íslendinga eða í sveitarstjórnum? Enn þann dag í dag kemur fyrir að bjartur og fagur dagur rís á Þingvöllum og nætur- döggin leysist upp fyrir hlýjum geislum morgunsólarinnar. Fuglasöngur ómar í kjarri og lofti. Slíkir morgnar á Íslandi eru sem töfrum líkastir. Þá væri nú jafnframt algott að ríkisstjórnir sé lýðræðislegar og hafi skilning á þörfum þjóðarinnar, ekki aðeins þeim efna- hagslegu heldur einnig þeim tilfinningalegu. Það er nefnilega þannig með þjóðina, hversu bágt sem sumir láta, að hún er nú einu sinni mótuð af arfinum; sögunni, ævintýrunum, þjóðsögunum … og gleymum því ekki að hún nýtur sín við útiveru og ferðalög hér innanlands. Þess vegna væri það afar gott að barnabörnin okkar eigi þess kost að njóta þess lands sem forfeðurnir höfðu að láni frá okkur. Sigurður Sigurðarson er ráðgjafi og höfundur bóka og fjölda blaðagreina um náttúruvernd og útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.