Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 48
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 47 selja húsið. Kaupandinn myndi gera athuga- semd og benda á að stuttur tími sé eftir af leigutímanum og ekki hægt að greiða hátt verð fyrir húsið þar sem staða þess á lóðinni sé óviss. Sama staða gæti komið upp ef veð- setja þarf fasteignina. Í raunveruleikanum er þessi eignaskipting á fasteigninni ekki framkvæmanleg. Hús og lóð eru eitt og húseigandinn getur ekki án lóðarinnar verið. Húseigandinn fjárfestir margfalt meira í eigninni en lóðareigandinn. Hann tekur mörgum sinnum meiri áhættu og er yfirleitt sá sem minna má sín. Ef húseigandinn væri eigandi lóðarinnar hefði hann skýra stöðu og fullan samnings- rétt. Þess í stað stendur hann frammi fyrir ófrávíkjanlegum reglugerðum sveitar- félagsins, Fasteignaskrár Íslands og tekur áhættu af gerræðislegum ákvörðunum þess sterka. Húseigendur eiga engan fulltrúa í stjórn Fasteignaskrár Íslands. Aðeins Samtök sveitafélaga og Samtök fjármálafyrirtækja svo og ríkisvaldið eiga þar sína fulltrúa sbr. l. nr. 6/2001, 9.gr. 1. mgr. Deilur, ergelsi og vandræði húseigenda og lóðahafa við Elliðavatn er gott dæmi um varnarleysi húseigenda gagnvart hinum sterka aðila. Er hér þó eingöngu um sumar- bústaði að ræða.1 Eigandinn En hver er þá eigandi lóðarinnar í raun og veru? Flestir húseigendur fara með lóðirnar eins og sína eign ekki síður en það sem þeir hafa á henni reist. Flestar ef ekki allar eignarréttar- heimildir yfir lóðinni eru í höndum húseigand- ans og lóðarhafans: 1. Hann hefur oftast keypt lóðina af fyrri húseiganda, því lóðarverðið er inni í verði hússins og innifalið í heildar- fasteignamatinu. 2. Hann getur veðsett lóðina. 3. Hann hefur umráðarétt yfir lóðinni. 4. Hann hefur rétt til að hagnýta sér lóðina. 5. Lánadrottnar húseiganda geta leitað 1 Fréttablaðið 24. september 2015, bls. 10 og 27. október bls. 8. fullnustu í lóðinni. 6. Lóðin gengur í arf. 7. Hann getur selt lóðina. 8. Hann nýtur réttarverndar vegna lóðarinnar. 9. Hann borgar eignarskatt af lóðinni bæði til ríkis og sveitarfélags. 10. Erfingjar verða að greiða erfðafjárskatt af lóðinni. 11. Hússeigandi þarf að greiða þinglýsingar- gjald af lóðinni. 12. Lóð telst hjúskapareign. Í 4. liðnum, réttinum til að hagnýta lóðina felst að húseigandinn hefur með höndum allar framkvæmdir. Hann hannar lóðina á sinn kostnað, girðir hana, helluleggur, ræktar, verndar og viðheldur með ærnum kostnaði. Hann greiðir allar lagnir og heimtaugagjöld. Þetta fær hann ekki endurgreitt ef sveitar- félagið tekur lóðina til sín. Húseigandinn þarf að greiða leigu af lóðinni til borgarinnar en auk þess þarf hann að greiða fasteignargjald í viðbót við leiguna, þótt Borgin en ekki hann sé talin eigandi lóðarinnar, sbr. l. nr. 4/1995, 4.gr. 2.mgr. Í ofanálag þurfti hann til skamms tíma að greiða auðlegðarskatt af lóðinni eins og af öðrum eignum sinum, ef hann var talinn efnaður eða allt að 2%, þ.e. af lóð, sem hann á ekkert í. Við þetta bætist að hlutur lóðar í heildar- fasteignarmati er stöðugt að aukast. Lengi var hann 3-7% en er nú kominn upp í 25% af heildarvirði fasteignarinnar, þ.e. lóðar og húss. Þannig er borgin sífellt að sölsa undir sig stærri hluta af „sameigninni“. Húseigandinn margkaupir lóðina Húseigandinn þarf með þessum hætti að kaupa lóðina mörgum sinnum. Fyrst er hann kaupir húsið og lóðina án þess að verða lóðar- eigandi, svo undarlega sem það hljómar. Ef hjón, sem eiga fasteign skilja þarf það hjóna, sem leysir fasteignina til sín að borga helm- ing hins fullu verði. Eins er með erfingja húss. Þeir verða að greiða erfðafjárskatts af lóðinni rétt eins og af húsinu. Vilji einn erfingja leysa húsið til sín verður hann að greiða fullt verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.