Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 69

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 69
68 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 þetta kemur til atkvæðagreiðslu“. Annað átti eftir að koma á daginn. Lilja Mósesdóttir, sem þá tilheyrði þing- flokki Vinstri grænna, sagði á þingi 20. ágúst 2009: „Frá upphafi hef ég ásamt félögum mínum í þingflokki VG, hæstvirtum ráðherra Ögmundi Jónassyni og háttvirtum þing- flokksformanni Guðfríði Lilju Grétars- dóttur, verið á móti Icesave-samningnum. Þessi andstaða okkar kom skýrt fram á fundi þingflokks VG fyrir rúmum tveimur mánuðum þegar við höfnuðum beiðni hæstvirts fjármálaráðherra um umboð til að klára Icesave-lánasamningana.“ Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sögðu skilið við þingflokk Vinstri grænna í mars 2011. Þau nefndu margar ástæður fyrir brotthvarfinu, en ein ástæðan var hvernig ríkisstjórnin hafði haldið á Icesave-málinu. Í yfirlýsingu staðfestu þau enn frekar að Jóhanna og Steingrímur höfðu ekki tryggt meirihluta fyrir samningunum: „Saga Icesave er samfelld sorgarsaga en þingflokkur VG beitti sér af mikilli hörku gegn því að semja um ábyrgð ríkisins á Icesave haustið 2008. Þegar komið var í ríkisstjórn var hins vegar ætlast til þess af þingmönnum stjórnarflokkanna að þeir veittu umboð sitt til undirskriftar við óséðan samning. Skrifað var undir þrátt fyrir að ekki væri þingmeirihluti að baki og þrátt fyrir afgerandi andstöðu tæplega helmings þingflokks VG og kröfu um að fá að sjá hvað um væri að ræða. Hlífa hefði mátt þjóðinni við þessu klúðri ef betur hefði verið staðið að málum strax í upphafi.“ Í samtali við Morgunblaðið 31. maí 2012 sagði Atli að Svavars-samningurinn hafi verið „skilgetið afkvæmi“ umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. „Samningurinn var skil- yrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni,“ sagði Atli og hann bætti við: „Það kom flatt upp á marga að samningur- inn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009. Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi. Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráð-herradómi og hluti af aðildarum- sókninni sem aftur skýrði leyndina. Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.“ Lítilsverður sparðatíningur Sumarið 2009 fór í miklar deilur um Icesave- málið sem lauk með samþykkt frumvarps fjármálaráðherra um heimild „til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueig- enda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðutryggingar hjá Landsbanka Íslands hf“. Andstaðan við samninganna kom forystu ríkisstjórnarinnar og talsmönnum hennar í opna skjöldu. Indriði H. Þorláksson, aðstoðar- maður fjármálaráðherra og einn samninga- nefndarmanna með Svavari Gestssyni, var undrandi í viðtali við Morgunblaðið 25. júlí: „Ég get ekki neitað því að ég er undrandi á því hvernig umræðan bæði í þinginu og í fjölmiðlum hefur að mestu farið frá aðal- atriðum og leiðst út í lítilsverðan sparðatíning, upphrópanir og órökstuddar fullyrðingar.“ Dr. Sigurður Hannesson stærðfræðingur telur að vaxtakostnaður Íslendinga vegna Svavars-samningsins svokallaða vegna Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfús- sonar í fjármálaráðuneytinu var einnig í Svavars-nefndinni. Hann sakaði andstæðinga samninganna um „lítilsverðan sparðatíning”, „þjóðernishroka” og „minnimáttarkennd”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.