Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 41

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 41
40 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 Sergej Magnítskí, vinar höfundarins. Hann var tekinn höndum, bornar á hann sakir og að lokum lést hann af völdum skelfilegra pyntinga í rússnesku fangelsi aðeins 37 ára gamall. Reyfarakenndar eru svo lýsingarnar af sviptingum í fjármálalífinu, hvernig útvaldir fengu að sölsa undir sig eignir ríkisins eða annarra einstaklinga. Ekki síður þegar Brow- der og samverkamenn hans unnu að því að koma eignum sínum í Rússlandi í var og losa sig þannig undan ægivaldinu. Að ná fram réttlæti Af lestri bókarinnar má ráða að Browder hafi helgað líf sitt síðustu árin því að ná fram einhvers konar réttlæti vegna þeirra misgjörða sem vinur hans Sergei Magnítskíj mátti þola og í rauninni að sjá til þess að þeir sem ábyrgð bera á óhæfuverkunum sem hann lýsir í bókinni fengju einhvers konar málagjöld. Fróðlegt er að lesa af samskiptum hans við stjórnkerfið í Bandaríkjunum og stjórnmála- menn þar í landi. Árangurinn af þrautseigju hans er löggjöf sem kennd er við vin hans, Magnítskíj - löggjöfin - og beinist gegn þeim sem unnu óhæfuverkin í Rússlandi. Bókin Eftirlýstur eftir Bill Browder er hluti af baráttu höfundar og hefur orðið metsölubók, þýdd á mörg tungumál og komið víða út. Þessi bók verðskuldar mikla athygli. Hún er mjög spennandi aflestrar og bregður upp um leið skelfilegri mynd af einu áhrifa- ríkasta samfélagi heims. Spurningar vakna óhjákvæmilega um sannleiksgildi frásagnanna og réttmæti þeirrar sýnar sem Browder hefur á rússnesku samfélagi. Hér verður ekki lagt mat á það, enda hefur skrifari þessara orða engar forsendur til þess að gera það með áreiðanlegum hætti. En eins og bækur af þessu tagi vekur hún upp áleitnar spurningar sem ætíð munu koma upp í hugann um stjórnarhættina austur á Volgubökkum. Einar K. Guðfinnsson er foseti Alþingis. Fyrsti formaður Samfylkingarinnar: Eins og unglingur sem er fastur á gelgjunni Margrét Frímannsdóttir, fyrsti formaður Sam- fylkingarinnar, hefur ákveðnar skoðanir á stöðu síns gamla flokks. Í forsíðuviðtali við DV í byrjun desember segir Margrét, dapurlegt að horfa á stöðuna: „Ég hef í sjálfu sér fátt annað um Sam- fylkinguna að segja en að hún er ekki á góðum stað. Flokkurinn er eins unglingur sem er fastur á gelgjunni. Fer ekkert áfram. Það er mjög nauðsynlegt að Samfylkingin taki sig saman í andlitinu og fari að ákveða hvert hún stefnir, því í dag þá sér maður það ekki. Það er eitthvað að og skilaboðin komast ekki út til fólksins. Þessi flokkur er of verðmætur til að vera í þessari stöðu.” Margrét virðist ekki hafa mikla trú á Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni Samfylk- ingarinar. Hún telur að formaðurinn verði að íhuga stöðu sína vel og sendir honum svo skilaboð og gefur honum ráðleggingu: „Maður hangir ekki eins og hundur á roði á einhverju sem sem maður ræður ekki við.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.