Þjóðmál - 01.12.2015, Side 96

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 96
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 95 regla einhverja merkingu, þá hindri hún alla þróun frekar en að beina henni í einhverja sérstaka átt. Komi sé í veg fyrir allar tilraunir og með því girt fyrir framþróun. „Varúðarreglan hafi ekki að ástæðulausu verið kölluð lömunarreglan,“ skrifar Rögnvaldur (bls. 38). Hann rifjar upp skopsöguna um steinaldarkonuna, sem segir þunglega við mann sinn seint að kvöldi í hellinum: „Hættu að slípa þennan stein. Það er aldrei að vita, hvernig það endar.“ Rögnvaldur gagnrýnir einnig kröfuna um fjölbreytileika í náttúrunni (biodiversity). Hann hefur litlar áhyggjur af því, að aðkomu- tegundir spilli umhverfi. Á víðáttumiklum sléttum Norður-Ameríku viku til dæmis vísundar fyrir húsdýrum og nytjaplöntum, og þar eru framleidd matvæli fyrir mikinn hluta jarðarbúa. Þótt vísundum hafi snarfækkað á sléttunum, eru þeir enn þar til. Hvað er rangt við þessa þróun? Sauðfé og nautpeningur voru flutt frá Norðurálfunni til Ástralíu og Nýja Sjálands, kaffi frá Eþíópíu til Brasilíu, te frá Kína til Indlands, gúmmí frá Brasilíu til Malasíu. Öllum var þetta til gagns. Rögnvaldur spyr líka, til hvaða tegunda náttúrunnar líffræðilegur fjölbreytileiki eigi að ná. Hvað á að friða eða vernda? Menn reyna til dæmis með ýmsum mótefnum að stugga burt flugum og lúsum, svo að ekki sé minnst á sníkla, sýkla, illgresi og rándýr. Sum rándýr valda mönnum ærnu tjóni. Gamalt dæmi var úlfurinn í Alpafjöllum, sem lagðist á sauðfé. Í frönsku Ölpunum tókst að útrýma honum á fjórða áratug 20. aldar. En seint á öldinni ákvað Evrópusambandið að friða úlfinn, sem réðst aftur inn í frönsku Alpana frá Ítalíu 1992, og vex nú stofninn hratt. Evrópu- sambandið bætir bændum jafnóðum það tjón, sem úlfurinn veldur þeim, en Rögnvaldur hristir höfuðið og skrifar (bls. 46): „Þannig étur úlfurinn á kostnað franskra skattgreiðenda.“ Orkunotkun og hlýnun jarðar Rögnvaldur bendir á, að jarðefnaeldsneyti eins og kol og olía séu um 90% orkugjafa í venjulegri framleiðslu, enda sé tiltölulega auðvelt og ódýrt að nota þá. Oft sé talað um, að vindur og sól geti komið í stað þeirra. En tveir annmarkar séu á þeim orkugjöfum: Þeir séu ósamfelldir og rúmfrekir. Orkugjöfin sé oft rofin, en það feli í sér, að reka verði varastöðvar, sem oftast séu einmitt knúnar með jarðefnaeldsneyti. Þessir orkugjafar krefjist einnig mjög mikils landrýmis, sem sé þá ekki hægt að nota til annarrar framleiðslu. Þetta eigi raunar líka við um lífrænt eldsneyti: Eigi lífetanól, sem unnið sé úr nytjaplöntum, að verða 10% af orkugjöfum Bandaríkja- manna í stað olíu, þá þurfi að taka 10% af öllu ræktuðu landi þar undir þær nytjaplöntur. Rögnvaldur telur, að maðurinn eigi því að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti um fyrirsjáanlega framtíð, sé þess kostur. Þurfi hann annan orkugjafa í bráð, þá sé kjarnorka heppilegust, en í lengd muni mannlegt hugvit sjá til þess, að aðrir hagkvæmir kostir finnist. Bendir Rögnvaldur á, að slysatíðni í kjarnorkuframleiðslu sé talsvert minni en í vinnslu olíu og kola og að raunhæfar aðferðir séu til að eyða úrgangi úr henni. En ef við eigum að reiða okkur á lífræna eldsneytisgjafa, hvað þá um hlýnun jarðar, sem talin er að miklu leyti stafa af brennslu jarðefnaeldsneytis og um leið losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið? Rögnvaldur svarar því til, að vissulega megi ekki vísa á bug niðurstöðum fjölda vísinda- manna, sem skýrslur loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna geymi. Tölvulíkön þeirra séu ekki óvísindaleg, og þeir séu ekki aðeins að vekja á sér athygli og verða sér út um styrki, eins og sumir efasemdamenn Seint á öldinni ákvað Evrópusam- bandið að friða úlfinn, sem réðst aftur inn í frönsku Alpana frá Ítalíu 1992, og vex nú stofninn hratt. Evrópusam- bandið bætir bændum jafnóðum það tjón, sem úlfurinn veldur þeim. Úlfurinn er því farinn að éta á kostnað skattgreiðenda.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.