Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 45
44 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 fyrir hrakspár þá hélt Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta og bætti aðeins stöðu sína. Hræðsla við að standa við stóru orðin skilar engu þegar upp er staðið. Kjósendur eru fullfærir um að greina á milli orða og efnda. Sá samstillti hópur ungs fólks sem stóð fyrir miklum og góðum breytingum á ályktun- um landsfundar þarf nú að fylgja því eftir með því að vinna þeim fylgi meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sveitastjórnum og á þingi. Og styðja vel við þá frambjóðend- ur í prófkjörum næstu ára sem enduróma viðhorf frjálslyndis – ekki frjálslyndis á annarra manna fé, heldur á frelsi til orðs, athafna og ráðstöfunar eigin aflafjár. Og líka víðsýni; að sjá ekki stétt, ekki kyn, ekki litarhátt, ekki trúarbrögð - heldur aðeins einstaklinga – alla ólíka með mismunandi langanir, þrár og væntingar og ólíkar leiðir til að nálgast markmið sín í lífinu. Einstaklingar fá ótrúlega miklu áorkað án „heildarskipulags”, án niðurgreiðslu eða sérréttinda, án allrar íhlutunar hins opinbera. Það þarf að veita stjórnmála- mönnum brautargengi sem hafa þessa lífssýn og bein í nefinu til að fylgja þeim eftir. Ofurtrú á mátt hins opinbera Við ramman reip er að draga því trúin á sjálfsprottið skipulag samfélagsins, frjáls samskipti einstaklinga og samtaka þeirra á markaði, virðist á stundum ekki rista djúpt, jafnvel hjá grasrótinni í Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í þá ofurtrú á mátt hins opinbera sem gegnsýrir allt íslenskt sam- félag. Þannig ályktar landsfundur undir formerkjum umhverfis- og samgön- gunefndar: „Reynslan hefur sýnt að skynsamleg og hafkvæm nýting náttúruauðlinda Íslands er að jafnaði best tryggð með því að nýtingar- og afnotaréttur sé í höndum einkaaðila. Nýting þarf að vera innan sjálfbærra þolmarka. Upplifun ferðamanna af villtri og óspilltri náttúru er mikilvæg auðlind í ferðaþjónustu, stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnuvegi þjóðarinnar.” Allt er þetta með ágætum, en svo lýkur málsgreininni á þessari setningu: „Þetta ber að hafa í huga við heildarskipulag ferða- þjónustu og annarra atvinnuvega.” Heildarskipulag atvinnuvega? Atvinnuvegir eru ekki „skipu- lagðir”, þeir eru sjálfsprottnir í umhverfi stofnana sem annað tveggja hafa þróast í tímans rás eða með afskiptum löggjafans eða annars yfirvalds. Minni afskipti hins opinbera, skýr og vel varinn eignarréttur, frelsi ein- staklingsins og frjálsir markaðir er það sem best hefur gefist til að byggja upp atvinnuvegi, og þar með betri lífskjör. Velmegun er ekki sköpuð með regluverki eða „samfélagsverkfræði”. Heildar- skipulag atvinnuvega viðgengst líklega aðeins í Norður-Kóreu. En trúin á ríkisvaldið og mátt þess til að gera vel er ótrúlega sterk í íslensku samfélagi, einnig hjá þeim sem kenna sig við hægrimenn. Þannig var í upphaflegum drögum að lands- fundarályktun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þessi setning: Við ramman reip er að draga því trúin á sjálfsprottið skipulag samfélagsins, frjáls samskipti einstaklinga og samtaka þeirra á markaði, virðist á stundum ekki rista djúpt, jafnvel hjá grasrótinni í Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í þá ofurtrú á mátt hins opinbera sem gegnsýrir allt íslenskt samfélag. Óþekkti embættismaðurinn eftir Magnús Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.