Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 26

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 26
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 25 ekki tilheyrði tilgangi RÚV var fátt um svör frá þáverandi ráðherra Katrínu Jakobsdóttir. Í september 2014 var 200 manns sagt upp störfum hjá DR. Við það tækifæri sagði fram- kvæmdastjórinn: „Við hjá DR horfumst í augu við miklar áskoranir. Við höfum metnað til að veita almannaþjónustu af miklum gæðum fyrir alla Dani á tímum þegar tækniþróunin hefur snarbreytt notkun á fjölmiðlum. Sú breyting gerir þá kröfu til okkar að endurhugsa efnisframboðið og auka þjón- ustuna á sama tíma“. RÚV og Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með málefni RÚV nánast alfarið í 30 ár og ber því mestu ábyrgð á því hvernig komið er. Núverandi menntamálaráðherra fær plús fyrir að láta gera RÚV skýrsluna sem greinir vandann. En fylgir hugur máli og vilji til að ráðast í að leysa vandann? Um það má því miður efast. Ráðherrann gefur strax eftir með því að klára ekki hagræðingarkröfuna gagnvart RÚV, með því að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins sem komið var inn í fjárlagafrumvarpið fyrir 2016. Hann klárar ekki þjónustusamning sem rann út 2013 og fjallar ekki um starfsemi RÚV út frá réttum forsendum. Í stað þess reyndir ráðherrann að réttlæta það sérstak- lega að biðja skattgreiðendur um að greiða á fjórða milljarð inn í stofnun, sem er illa rekin, kostar of mikið og hefur óljósan tilgang, enda enginn gert tilraun til að skilgreina hann. Ráðherrann gerir því lítið með nýjar samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann á þó sögulegt tækifæri til að gera rétta hlutinn, byggja á þeim staðreyndum sem liggja fyrir og draga af þeim réttar ályktanir. Þrátt fyrir viðleitni við að láta gera skýrsluna margnefndu eru líkurnar mestar á að ráðherr- ann breyti engu, enda tími til þess að renna út. Hann mun því að öllum líkindum fylla fríðan flokk ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem gefist hafa upp fyrir RÚV og orðið sérhags- munum að bráð. Friðrik Friðriksson er viðskipta- fræðingur með MA í hagfræði og MBA í rekstrarhagfræði Menntamálaráðherra fær plús fyrir að láta gera RÚV skýrsluna sem greinir vandann. En fylgir hugur máli og vilji til að ráðast í að leysa vandann? Í Morgunblaðinu í dag talar Svavar Gestsson um nýlega ferð sína til Austurþýskalands þar sem fram fari ,,Uppgjör án miskunar“ en lætur þess ógetið að sjálfur hefur hans uppgjör átt sér stað án iðrunar, svona ekki ósvipað og með Isave samninginn. Svavar stundaði nám við sérskóla fyrir efnilega komm- únista: Institut für Gesells- chaftswissenschaften beim ZK der SED. Í viðtali við DV árið 1989 þegar múrinn var fallinn lýsti Svavar breytingunni: „Ég tel að þessi niðurstaða í Sovétríkjunum og sérstak- lega A-Þýskalandi sé sigur sósíalismans sem brýtur niður járnrimlana því það er ekki hægt að halda honum föstum í tukthúsi – hann brýst út. Borgarastéttin í landinu hefur reynt að stimpla marxismann sem einhvern afbrigðilegan óþverra og það skrifum við auðvitað ekki upp á.” Þó að námið hafi verið veitt af æðstu stjórn komm- únistaflokksins, hafa engin skjöl fundist um ætlað hlut- verk eða störf Svavars fyrir flokkinn eða undirstofnanir hans eins og hina geðfeldu stofnun STASI. Arnar Sigurðsson á blogg- síðu sinni 28. nóvember 2015 Uppgjör án iðrunar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.