Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 29

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 29
28 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 ævintýralegt í lýsingu Árna Óla og lesandanum er á einu andartaki kippt inn í hrottalegan samtímann: En þeir, sem þá voru á Þingvöllum, gáfu þessu engan gaum. Þeir höfðu um annað að hugsa. Daginn áður höfðu þeir drekkt þar konuvesling af Akranesi fyrir barneign, og nú voru þeir önnum kafnir við að hengja þrjá menn, sem harðæri og sultur höfðu hrakið út á ógæfubraut. Og síðan horfðu þeir á, hvernig grindhoraður unglingur var svipum laminn þangað til hann var alblóðugur og flakandi í sárum og líftóran við það að skreppa út úr líkamanum. Þetta voru dæmdir óbótamenn, en í raun réttri voru þeir píslarvottar þjóðar sinnar. Íslendingar eru ekki þjófar né óbótamenn að eðlisfari. En vegna þess að þjóðin hafði verið svipt öllu frelsi af einræðisstjórn, sem hugsaði um það eitt að hafa sem allra mest upp úr þegnunum, eins og allra einræðis- stjórna er siður, var svo komið í þessu fagra landi, að fólkið hrundi niður úr hungri. En þeir sem ekki vildu verða hungurmorða og fóru að dæmi tófunnar að bjarga sér eins og best gekk, voru gripnir og hengdir. Og þennan fagra morgun, er sól skein á hauður og haf til sannindamerkis um, að Ísland væri landa best, kvöddu þeir „dreng- urinn“ úr Borgarfirði og útilegumennirnir tveir af Reykjanesi sitt auma líf, hangandi í gálgum á helgistað þjóðarinnar til merkis um þá óstjórn sem hafði komið Íslandi á kaldan klaka. En þriðji útilegumaðurinn, unglingurinn innan við tvítugt, var sendur hálfdauður austur á sína sveit og hefir sjálfsagt ekki þótt þar neinn aufúsugestur. Lesandinn er án efa höggdofa eftir lestur- inn. Hér skiptir nokkru í samhenginu að sagan Pétri Gaut er sögð vera þjóðlegasta verk Henriks Ibsens og er sú ályktun dregin af því hversu snilldarlega hann vefur norsk ævintýri og frásagnir inn í það. Ibsen mun hafa haldið því fram að til að skilja Pétur Gaut yrði maður að þekkja náttúru, þjóðlíf, bókmenntir og hugsunarhátt Norðmanna. Á sama hátt má halda því fram að til að skilja íslenska náttúru þurfi glöggan skiln- ing á sögu landsins, ævintýrum, þjóðsögum, reynslu genginna kynslóða, og ekki síður hugsunarhætti þjóðarinnar á hverjum tíma. Hnignun gróðurs Því hefur löngum verið haldið að okkur að landið hafi við landnám verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Fáir trúðu þessu. Efasemdar- menn skildu ekki hvers vegna skógum hafi hnignað. Fæstir skildu lítið í þessu trjáleysi þegar fornar sögur sögðu frá skógum hingað og þangað um landið. Í Kjalnesingasögu segir frá kvígunni sem bar nafnið Mús og týndist í skóginum. Hún fannst ekki fyrr en eftir þrjú ár eftir því sem segir í Kjalnesingasögu. Þó öllum fornum heimildum beri saman um að Ísland hafi verið vel gróið í þann tíma er land byggðist hefur mörgum þótt þessi fullyrðing með þeim hæpnustu í Íslend- ingabók. Slíkar raddir hafa þó hljóðnað að mestu, enda virðast þeir náttúrufræðingar sem um málið hafa fjallað allir á einu máli um réttmæti þessara orða.2 Þetta segir Björg Gunnarsdóttir, land- fræðingur. Hún nefnir að nú sé almennt talið að landið hafi verið algróið við landnám, skógar þakið um 15 til 40% landsins í stað um 1% nú. Margar rannsóknir hafa farið fram á gróðurfari við landnám, á útbreiðslu 2 Björg Gunnarsdóttir, landfræðingur, „Gróður- farslýsingar í Íslendingasögunum bornar saman við núverndi gróðurfar“, Skógræktarritið 2001, Skógræktarfélag Íslands. Ibsen mun hafa haldið því fram að til að skilja Pétur Gaut yrði maður að þekkja náttúru, þjóðlíf, bókmenntir og hugsunarhátt Norðmanna. Á sama hátt má halda því fram að til að skilja íslenska náttúru þurfi glöggan skilning á sögu landsins, ævintýrum, þjóðsögum, reynslu genginna kynslóða, og ekki síður hugsunarhætti þjóðarinnar á hverjum tíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.