Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 36
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 35 Þannig skrifar Ómar Ragnarsson, einn allra beittasti náttúruverndarsinni hér á landi. Hann tekur djúpt í árinni enda hefur hann efni á því og hann þekkir til mála. Andvarp Eldvarpa er nærri. Er sá málstaður slæmur að vilja vernda Eldvörp? Nei, hann er góður og göfugur. Hellisheiði og nágrenni hennar voru einu sinni á góðri leið með að verða vinsæl til útivistar en því miður er það ekki lengur svo. Þrátt fyrir fornminjar á Hellisheiði er ekki lengur gaman að koma þangað né í hið forna Yxnaskarð, um það og upp á heiði liggur hraðbraut hryðjuverka. Kletturinn þar sem Búi vó fóstbróður sinn er nær ósýnilegur í umhverfi mannvirkja. Munum að fóst- bróðirinn hér Kolviður. Staðreyndin er sú að Hellisheiði og Hellis- skarð hafa verið eyðilögð. Nú sér stórlega á svæðinu við Kolviðarhóll, Hamragil og Sleggjubeinadal og Skarðsmýrarfjalli hefur verið raskað. Við Kolviðarhól var reist virkjun sem lítur einna helst út fyrir að vera flugstöð án flugbrauta. Óaðlaðandi mannvirki og án tengsla við umhverfi sitt, að minnsta þann hluta þess sem er á ofanjarðar. Engum datt í hug að spyrja við upphaf framkvæmda: Hvernig getum við byggt jarðvarma- virkjun án þess að eyðileggja þetta fallega land? Reynum eftir því sem kostur er að fella mannvirki að landslaginu, sýnum að náttúran er okkur mikils virði. Þess í stað var öllu umbylt og farið um eins og svæðið sé malarnáma. Allt var leyfilegt. Ekki er furða þótt Orkuveitan hafi verið uppnefnd hryðjuverkasamtök vegna Hellisheiðarvirkjunar. Er málstaður þeirra sem þarna hafa leyft og skipulagt mannvirki góður? Nei, hann er vondur. Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins segir í ályktun um náttúruvernd: Leitast skal við að nýframkvæmdir og mann- virki falli sem best að umhverfi sínu. Mannvirki á Kolviðarhóli, Hellisheiði og nágrenni gera það ekki. Hér hafa örfá dæmi verið nefnd um skamm- tímaviðhorf. Fleiri mætti nefna og nefna til dæmis Torfajökulssvæðið sem mörgum finnst ástæða til að gjörbreyta með virkjun jarðhita. Sama á við um Hólmsá, hið undur- samlega Hólmsárlón, Langasjó og margan klæjar í að virkja Blöndu ofan við Blönduós og sökkva hálfum Langadal á svipaðan hátt og ætlunin er að gera með land meðfram Þjórsá. Þar á eftir liggur án efa beinast við að auka raforkuframleiðslu fyrir austan, hækka yfirborð Lagarins, skítt með það þó Egilsstaðir og Fellabær fari að hálfu í kaf. Við sjáum nefnilega sæstrenginn til Bretlands í hillingum. Pólitíkin Hugmyndir vinstriflokkanna um að fækka stórkostlega virkjanakostum eins og endur- speglast í rammaáætlun og umbreytingin á fiskveiðistjórnunarkerfinu leiða því til Hitaveitustokkar á Hellisheiði skera landið. Mynd: Sigurður Sigurðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.