Þjóðmál - 01.12.2015, Side 58

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 58
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 57 að orkumálum álfunnar. Þær tóku þó ekki á sig þá hrollverkjandi mynd, sem nú blasir við, fyrr en eftir fjármálakreppuna. Þær voru staðfestar og skilgreindar af mikilli nákvæmni og yfirsýn árið 2014 í bók Martin Meredith The Fortunes of Africa. Bandaríki Norður-Ameríku, öflugasta ríki heimsins, hafa gengið í gegn um þrjú orkutímabil. Á 19. öld urðu þau olíuveldi. Í seinni heimsstyrjöldinni náðu þau óbein- um yfirráðum yfir verulegum hluta af orkusölu heimsins, og studdu þá stöðu með stjórnmálatengslum og hernaðarlegum yfirburðum. Á valdatíma Ronald Reagan var gripið til ýmissa ráða til að grafa undan efnahagslífi Sovétríkjanna. Nánir bandamenn Reagans, Saudi-Arabía, juku olíuframleiðslu með þeim afleiðingum að olíuverð hrapaði árið 1985, en olía var burðarás í efnahagslífi Sovétríkjanna. Jafnvel eftir árasina á tvíburaturnana, árið 2001 taldi sérfræðingur Cato-stofnunarinnar að það væri ekki veikleikamerki að Banda- ríkin væru háð innflutningi 13% af olíuneyslu sinni frá óöruggasta hluta heimsins. Banda- rísk stjórnvöld voru á öðru máli. Markvisst var unnið að því að breyta stöðunni. Árið 2008 voru Bandaríkin þriðji stærsti olíuframleiðandi heimsins, á eftir Saudi-Arabíu og Rússlandi. Árið 2012 urðu Bandaríkin stærsti olíu- og gasframleiðandi heimsins og eru það enn. Þessi breyting hefur gerbreytt stöðu í heims- málum. Vinnsluaðferðir eru hins vegar mjög umdeildar heima fyrir og vekja upp alvarlegar spurningar um umhverfisáhrif þeirra. Staða Íslands gagnvart frumþörfum Svo vill til að Íslendingar standa vel að því er vatn varðar. Þeir standa einnig býsna vel í orkumálum, en gætu þó mótað mun meira sannfærandi stefnu um sjálfstæði í þeim málaflokki. Báðir þessir málaflokkar eru mikil- vægir með hliðsjón af möguleikum Íslands til að reka hér sjálfstætt og fullvalda ríki. Að því er varðar matvælin er staðan flóknari. Íslendingar hafa náð lengra en flestar aðrar þjóðir í að nýta sjávarauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Það er alþjóðlega viðurkennd staðreynd, sem er minna metin á Íslandi en erlendis. Á hinn bóginn er staða landbúnaðarins mjög óviss. Annars vegar hefur land- búnaðurinn náð sterkum tökum á fram- leiðslu vandaðra matvæla og býður upp á ótrúlega fjölbreytt vöruúrval þrátt fyrir smæð markaðarins. Þessi árangur eru byggður á traustri menntun, miklu þróunarstarfi og fjárfestingu. Eins og landbúnaður nágrannaþjóða, lifir íslenskur landbúnaður við kerfisfjötra, sem stuðla að því að halda niðri matvöruverði. Talsverður hluti þjóðarinnar, og umtals- verður hluti af stjórnmálamönnum hennar og fulltrúum launþega trúa því að hagur Staða íslensks landbúnaðar er mjög óviss. Annars vegar hefur landbúnaðurinn náð sterkum tökum á framleiðslu vandaðra matvæla og býður upp á ótrúlega fjölbreytt vöruúrval þrátt fyrir smæð markaðarins. Þessi árangur eru byggður á traustri menntun, miklu þróunarstarfi og fjár- festingu. Hins vegar býr landbúnaðurinn við kerfisfjötra.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.