Þjóðmál - 01.12.2015, Side 91

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 91
90 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 „Mervyn King kannaðist hins [svo] ekkert við að hafa gefið slíkt loforð eða vilyrði og var þreifandi illur vegna ummæla Davíðs“ (bls. 73). Ólafur lætur þess ógetið, að þingmenn í fjárlaganefnd Alþingis fengu 24. janúar 2011 að sjá útskrift af samtalinu (sem tekið hafði verið upp, án þess að King vissi). Þeir vildu ekkert láta hafa eftir sér eftir það, sem bendir sterklega til þess, að Davíð hafi sagt satt um samtalið, eins og ég hef raunar sjálfur traustar heimildir um. Það segir líka sitt, að King vildi ekki leyfa birtingu þess. Marghraktar fullyrðingar endurteknar Ólafi Arnarsyni er Sjálfstæðisflokkurinn hugleikinn, enda starfaði hann í flokknum til 2004, þegar hann gekk úr honum í mót- mælaskyni við fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. Um þær mundir sinnti hann verkefnum fyrir Baug, en forsvarsmenn þess fyrirtækis töldu frumvarpið beinast sérstak- lega gegn sér. Ólafur víkur meðal annars að ræðu Davíðs á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 2009. Segir hann, að Davíð hafi þá líkt „sjálfum sér við Jesú Krist“ (bls. 125). Hér er réttu máli hallað. Davíð líkti sér í ræðunni við ræningjana, sem krossfestir voru með Kristi, en bankastjórunum tveimur, sem flæmdir voru úr Seðlabankanum með honum, við frelsarann. Orð hans féllu í framhaldi af gamansögu frá Flateyri, sem tengdist Nýja testamentinu, og hljóðuðu svo: „Mér finnst reyndar hinn endinn á Testa- mentinu eiga betur við mínar aðstæður, þó örlítið breytt. Þegar þeir þrjótar krossfestu ljúflinginn Krist, þá höfðu þeir honum tvo óbótamenn til hvorrar handar á krossum, en þegar verklausa minnihlutastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, þá létu þeir sig hafa það að hengja tvo strangheiðarlega heiðursmenn, manninum sem þeir þóttust hafa grátt að gjald, svona til samlætis.“ Hér hefur fátt eitt verið nefnt. Gildi þessarar bókar Ólafs Arnarsonar felst aðallega í því, að þar er safnað saman á einn stað nær öllum þeim ávirðingum Davíðs Oddssonar, sem andstæðingar hans í röðum íslenskra fésýslu- manna telja sig geta fundið. Hún er fróðleg heimild um það, hvers vegna þeir eru honum andsnúnir. Vandséð er þó, hvað höfundinum gengur til með að endurtaka fullyrðingar, sem hafa verið marghraktar, eins og að ummæli Davíðs í sjónvarpsþætti 7. október hafi leitt til beitingar hryðjuverkalaganna í Bretlandi daginn eftir eða að Seðlabankinn hafi orðið gjaldþrota. Eðli málsins samkvæmt er Davíð Oddsson umdeildur maður, og allt orkar tvímælis, þá er gert er. Tvö dæmi um það eru verðbólgumarkmiðið, sem Seðlabankinn setti sér frá 2001, og kaupin á Glitni 2008, þótt hvort tveggja hafi verið „eftir bókinni“, eins og hagfræðingar segja stundum. Um fyrra dæmið má þó segja, að verðbólgumarkmiðið var sett, löngu áður en Davíð gerðist bankastjóri. Um seinna dæmið má rifja upp, að ríkisstjórnin ákvað að kaupa Glitni, ekki Seðlabankinn, sem sá hins vegar um meðferð málsins að ósk ríkisstjórnarinnar. Erfitt er að meta áhrifin af kaupunum, því að á þau reyndi aldrei. Baugsfjölskyldan hóf fjölmiðlaherferð gegn þeim, en dró að halda hluthafafund þeim til staðfestingar, og á meðan féll bankinn, fyrstur íslensku bank- anna. Hvað sem þessu tvennu líður, er óþarfi að bera Davíð sökum, sem bersýnilega eru rangar, eins og Ólafur gerir víða, ekki aðeins í þessari bók, heldur líka í vikulegum útvarps- þáttum á Bylgjunni, en sú útvarpsstöð er í eigu Baugsfjölskyldunnar. Lesendur bókar hans verða að hafa varann á, svo margt sem þar er missagt. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.