Þjóðmál - 01.12.2015, Page 74

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 74
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 73 Í kennslustofunni Karl Ívanytsj var í afar slæmu skapi. Það sást á því hvernig hann hnyklaði brýnnar og slengdi lafafrakkanum niður í kommóðuskúffuna, hvað hann gyrti sig reiðilega og strikaði fast með nöglinni í lestrarbókina til að merkja við kaflann sem við áttum að kunna utanbókar. Volodja sinnti lærdómnum sómasamlega en ég var hins vegar svo miður mín að mér varð ekkert úr verki. Ég horfði lengi tómlega á bókina en tárin sem fylltu augu mín vegna yfirvofandi aðskilnaðar hindruðu allan lestur. Þegar ég átti loks að fara með kaflann fyrir Karl Ívanytsj, sem hlustaði á mig með hálf- luktum augum (sem ekki var góðs viti), og var einmitt kominn að þeim stað þar sem einn segir: „Wo kommen Sie her?“ en hinn nýjar bækur Lev Tolstoj Bernska, Æska, Manndómsár Rússneski skáldjöfurinn Lev Tolstoj (1828–1910) er flestum kunnur fyrir stórvirki sín, Stríð og frið og Önnu Karenínu. Fyrstu þrjár skáldsögur hans voru þríleikurinn Bernska, Æska og Manndómsár. Þær eru jafnan núorðið gefnar út í einu lagi. Bækurnar byggja á uppvexti skáldsins og flestar persónur þeirra eiga sér að nokkru fyrirmynd í ævi Tolstojs sjálfs. Bókaútgáfan Ugla hefur nú gefið út þessa hrífandi og djúpvitru uppvaxtarsögu í rómaðri þýðingu Önnu Agnarsdóttur sem einnig skrifar inngang um Tolstoj og verk hans. Hér fara á eftir þrjú kaflabrot úr bókinni:

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.