Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 87

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 87
86 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 símtal ákvað bankinn að veita ekki lánið. Ólafur segir (bls. 9): „Ekkert á síðum þessarar bókar er byggt á aðeins einni heimild eða heimildarmanni.“ Hvaða heimild gæti hann haft fyrir þessum afskiptum Davíðs af lánveitingum bankanna? Heimildarmenn mínir um þetta eru hins vegar bankastjórarnir sjálfir. Ólafur Arnarson heldur því líka fram (bls. 16 og víðar), að Davíð Oddsson hafi lagt niður Þjóðhagsstofnun vorið 2002, því að honum hafi mislíkað umsagnir hennar um efnahagsmál næstu ár á undan. Hið rétta í málinu er, að þegar árið 1987, þrettán árum eftir að Þjóðhagsstofnun tók til starfa (og fjórum árum áður en Davíð settist á þing), samþykkti Alþingi ályktun um að leggja niður Þjóðhagsstofnun og fela verkefni hennar öðrum og þá aðallega Hagstofu Íslands. Árið 1990 sagði Már Guðmundsson, þáverandi efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar, einnig opinberlega, að þjóðhagsreikn- ingar ættu betur heima hjá Hagstofunni en í Þjóðhagsstofnun. Í málefnasamningi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks 1991, sem Davíð Oddsson myndaði, var ákvæði um að flytja ýmis verkefni frá Þjóðhagsstofnun til Hagstofunnar. Lítið var þó aðhafst. En í ársbyrjun 2000 voru Hagstofan, Seðlabankinn og Þjóðhagsstofnun allt fært undir forsætisráðuneytið, svo að auðveldara varð að framkvæma breytingar, og hófst snemma árs 2000 undirbúningur undir að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Það var síðan gert vorið 2002. Haraldur Johannessen hag- fræðingur rakti sögu málsins nákvæmlega í Þjóðmálum 2005. Þjóðsögur Ólafs um sölu bankanna og bréf Kings Ólafur Arnarson telur sölu ríkisbankanna í árslok 2002 hafa misheppnast, „nær ekkert nýtt eigið fé“ hafi runnið inn í bankana, þeir hafi verið „keyptir upp á krít“, og hafi Búnaðarbankinn til dæmis lánað „Samson til kaupanna á Landsbankanum“ (bls. 37). Kennir hann Davíð Oddssyni um. Nú hlaut Davíð auðvitað að eiga óhægt um að fylgjast með bönkunum, eftir að þeir voru seldir. En fullyrðing Ólafs um sölu Landsbankans er að minnsta kosti ekki rétt. Samson keypti 45,8% hlut í Landsbankanum af ríkinu og greiddi hann í þremur hlutum. Fyrsta greiðslan var 48 milljónir dala og innt af hendi við undirskrift, röskur þriðjungur kaupverðs. Önnur greiðslan, 30. apríl 2003, var vissulega fjármögnuð með láni frá Búnaðarbankanum, einnig 48 milljónir dala, röskur þriðjungur kaupverðs. En það lán var endurgreitt í apríl 2005. Þriðja greiðslan, 29. desember 2003, var 41 milljónir dala, tæpur þriðjungur kaupverðs. Allar greiðslurnar fóru inn á reikning íslenska ríkisins í Seðlabanka New York. Kaupendur fengu þannig lán fyrir 35% heildarverðsins (sem þeir höfðu greitt upp tveimur árum síðar) og lögðu fram 65% þess í eigið fé. Mikill munur er á 65% og „nær engu“. Einhver undirmál kunna hins vegar að hafa verið um sölu Búnaðarbankans, enda seldu kaupendur hans fljótlega Kaupþingi bankann. Benda verður þó á, að Ríkisendurskoðun fór tvisvar yfir sölu ríkisbankanna og fann ekkert alvar- legt að henni. Nægar heimildir eru um þetta mál í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu og tveimur skýrslum Ríkisendur- skoðunar, og má hlaða þessu öllu niður af Netinu. Ólafur Arnarson gerir mikið úr bréfi, sem Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, sendi Davíð Oddssyni 23. apríl 2008. Þar hafnar King beiðni Davíðs um gjaldeyris- skiptasamning (pund fyrir krónur) með þeim rökum, að íslensku bankarnir séu orðnir of stórir, en býður fram aðstoð til að reyna að minnka þá. Seðlabankinn íslenski endurtók beiðni sína um gjaldeyrisskiptasamning Breskir ráðamenn voru sannfærðir um, að íslensku bankarnir væru að skjóta fé undan, þótt ekki sé enn fullskýrt, hversu harkalega þeir brugðust við. Því miður er ekki heldur allt satt og rétt, sem komið hefur fram frá Bretum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.