Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 57

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 57
56 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 slíkar sveiflur eru tíðar og miklar, opnast möguleikar fyrir alþjóðlega spákaupmenn og fjárfesta til að tryggja sér mikinn ávinning. Þótt ekki sé um beinan skort að ræða á orku og matvælum, þá ríkir á þessum sviðum mikil óvissa um að hægt sé til framtíðar að tryggja þessi verðmæti með þeim hætti að umhverfinu sé ekki ógnað. Engin þjóð getur leyft sér þann munað að sinna ekki þessum endurreistu frumþörfum. Nokkur dæmi Endurreistar frumþarfir tengjast þjóðríkjum í heimi, sem er fjandsamlegur þjóðerniskennd. Hér verða tekin nokkur dæmi um sókn nú- tímans til að höndla þessa nýju þörf. Nasismanum og nýlenduríkjunum tókst að gera þjóðernishyggju að glæp. Upp úr heimsstyrjöldinni risu tvö ofurríki, sem virtust hafa sigrast á glæpnum. Bandaríkin höfðu gert það með lýðræði, þótt enn væri óleystur mikill vandi blökkumanna. Sovétríkin höfðu hafið sig yfir þjóðríkið með alræði öreiganna, sem haldið var við með her, lögreglu, gúlagi og harðræði. Þegar þau hrundu, var þjóðernis- kennd kúgaðra leppríkja það sem eftir stóð. Enn er verið að reyna að draga landamærin. Ein af stærri syndum heimsvaldastefnu nýlenduþjóðríkjanna var Afríka. Þar höfðu verið dregin ný landamæri, þvert á tungu, trúarbrögð, menningu og landfræðilegar staðreyndir. Þegar nýlenduveldin misstu tökin á Afríku, urðu þessi landamæri að dapur- legustu arfleifð nýlendutímans. Ríkin í Afríku, sem urðu sjálfstæð eftir seinni heimsstyrjöld- ina voru ekki þjóðríki. Þau voru nýlendusam- krull. Þau hafa nánast öll orðið fórnarlömb átaka um auðlindir og verðmæti. Valdastofn- anir eru ættarsamfélög, sem berjast um völdin og aðgang að auðlindum og stunda purkunarlausari fjárplógstarfsemi og glæpi en dæmi eru um, og er þá langt til jafnað. Um tveir þriðju hlutar íbúa Afríku eru háðir sjálfþurftabúskap til að framfleyta sér. Mörg Afríkuríki eru nú orðin háð innflutningi á matvælum, þótt landbúnaður njóti víða í áflunni góðra náttúruskilyrða. Það var í þessum heimshluta, sem hlutirnir gerðust hratt í kjölfar kreppunnar 2008. Þá hækkuðu matvæli skyndilega í verði á heimsvísu og urðu að mikilvægu þjóðlegu öryggismáli. Erlend stórfyrirtæki hófu leit að landbúnaðarlandi til leigu eða kaupa. Athyglin beindist einkum að Afríku, því þar voru stjórnvöld víða leiðitöm og opin fyrir mútum. Leiðandi í þessari nýju tegund nýlenduhernaðar voru virkustu afsprengi kapítalismans, vogunarsjóðir og alþjóðlegir fjárfestingarbankar svo og fullveldissjóðir (sovereign wealth funds) og alþjóðleg mat- vælastórfyrirtæki. Þessir nýju og háu nýlendu- herrar, sem héldu í skyndingu inn á lendur Afríku, áttuðu sig þá á því að það var kominn köttur í ból bjarnar. Kínverjar höfðu hafið sókn inn á víðerni Afríku um 2000, í leit að hráefni fyrir efna- hagslegan uppgang sinn og skimandi eftir aðstöðu til matvælaframleiðslu. Sá var þó munurinn á Kínverjum og vogunarsjóðum, að þeir fyrrnefndu ráku langtímastefnu í Afríku. Þessi áhugi ólíkra afla á Afríku hefur ýtt undir skyndigróða fámennrar klíku afrískra ráðamanna, og aukið örbirgð fjöldans. Þessar aðstæður Afríkubúa voru til í hnotskurn, í brotakenndri mynd og ófull- kominni, þegar ég stundaði nám í hagrænni landafræði í Frakklandi á sjöunda áratug síðustu aldar og beindi athyglinni einkum Erlend stórfyrirtæki hófu leit að landbúnaðarlandi til leigu eða kaupa. Athyglin beindist einkum að Afríku, því þar voru stjórnvöld víða leiðitöm og opin fyrir mútum. Leiðandi í þessari nýju tegund nýlenduhernaðar voru virkustu afsprengi kapítalismans, vogunarsjóðir og alþjóðlegir fjárfest- ingarbankar svo og fullveldissjóðir (sovereign wealth funds) og alþjóðleg matvælastórfyrirtæki. Þessir nýju og háu nýlenduherrar, sem héldu í skyndingu inn á lendur Afríku, áttuðu sig þá á því að það var kominn köttur í ból bjarnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.