Þjóðmál - 01.12.2015, Side 54

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 54
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 53 flestra starfa menn sem hafa styrkst í átökun- um og hafa nú skarpari sýn á framtíðina en áður. Þótt rykið hafi ekki enn sest, er flestum ljóst að það hafa orðið ný vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Þau bjóða upp á nýja mögu- leika, sem snerta grundvallaratriðin. Endurreisn frumþarfa Þeir Íslendingar, sem ólust upp við sjálfs- þurftabúskap eru orðnir fáir. Sjálfur tilheyri ég þeirri kynslóð Íslendinga, sem fetaði sín fyrstu spor sem sérhæft neyslusamfélag, og eru nú taldir til safngripa. Gífurlega ör þróun heimsviðskipta hefur – á tiltölulega skömmum tíma – gerbreytt afstöðu okkar til lífsnauðsynja. Við þurfum ekki að sinna frumþörfum okkar. Það gera aðrir. Eða réttara sagt, það eru engar frumþarfir. Allir eru sérhæfðir. Sumir í vélbúnaði. Aðrir í hveiti. Við sendum okkar fisk og tölvuleiki út um allan heim. Heimurinn sendir okkur mat. Jarðaber berast okkur allt árið, flutt um hálfan heiminn. Þótt þau séu bragðlaus, eru þau að minnsta kosti rauð og óháð árstíðum að því er virðist. Fjarlægðir skipta ekki máli. Að vísu þarf að yfirvinna þær á kostnað um- hverfisins, en það er ekki enn orðið refsivert á alþjóðavísu. Er á meðan er. Mikill vöxtur alþjóðaviðskipta lýtur reglum og eftirliti. Hvort tveggja er veikt. Reglur þjóðríkja, með alla sína veikleika, eru enn sterkari stofnanir og trúverðugri en fjölþjóðlegar reglur að ekki sé minnst á reglur hins svokallaða alþjóðasamfélags. Alþjóðaviðskipti hafa á hinn bóginn sýnt fram á takmarkanir þjóðríkisins við að tryggja hag þegna sinna. Veraldarviðskiptin hafa sína guði. Lýðræðið, með sínar áherslur á hag fólksins, atvinnuþátttöku og kaupmátt launa, er ekki meðal þeirra. Hægri menn eru vanir því að tala af virðingu um frjálsa verslun og kapítalisma. Þeir líta á hvort tveggja sem verkfæri til að örva hagvöxt, bæta kaupmátt og kjör. Veraldar- viðskipti hafa á hinn bóginn hafið frjálsa verslun og frjálsa fjármagnsflutninga upp á stall. Hér er um að ræða trúarbrögð sem ná yfir allan heiminn og sameina ólíklegustu öfl. Til marks um þessi nýju viðhorf er Kínverska alþýðulýðveldið. Kínverski kommúnistaflokk- urinn og kínverskir athafnamenn eru mikil- vægir lánardrottnar elsta nútímalýðveldis Mikill vöxtur alþjóðaviðskipta lýtur reglum og eftirliti. Hvort tveggja er veikt. Reglur þjóðríkja, með alla sína veikleika, eru enn sterkari stofnanir og trúverðugri en fjölþjóðlegar reglur að ekki sé minnst á reglur hins svokallaða alþjóðasamfélags. Alþjóðaviðskipti hafa á hinn bóginn sýnt fram á takmarkanir þjóðríkisins við að tryggja haga þegna sinna.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.