Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 81
80 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 Már Baldursson, prófessor í Háskólanum í Reykjavík, og Richard Portes, erlendur fjármálasérfræðingur, þegið stórfé, alls hátt í tíu milljónir króna (bls. 173), fyrir skýrslu í nóvemberlok 2007 um, að allt væri í himna- lagi í íslenska bankageiranum. (Fé það, sem Friðrik Már hafi fengið, hafi þó runnið til Háskólans í Reykjavík.) Margt er til í lýsingu Inga Freys Vilhjálms- sonar á íslensku þjóðlífi árin fyrir bankahrun. Að vísu má deila um, hvernig ber að skipta þessum árum í tímabil. Allar slíkar skiptingar eru einfaldanir, en sumar styðjast við traustari gögn en aðrar. Sterkari rök hníga til dæmis að því að miða upphaf hins mikla breytinga- tíma (sem höfundur kallar klunnalega orði, „nýfrjálshyggjuvæðingu“) við 1991 en 1995, því að árin 1991–1995 var hagkerfið opnað og Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahags- svæðinu. Fáir myndu andmæla því, að sú breyting var afar mikilvæg, skipti eins miklu máli og sala bankanna. Árin 1991–1995 voru líka ýmis ríkisfyrirtæki seld og losað um höft. Flestir myndu líka taka undir það með Inga Frey, að sala ríkisbankanna tveggja í árslok 2002 hafi markað þáttaskil, en áhrifa hennar tók að gæta að ráði 2004. Þess vegna er eðlilegast að skipta þessu tímabili í tvennt, annars vegar árin frá 1991 til 2004, þegar sæmilegt jafnvægi var í hagkerfinu og markvissri stefnu fylgt um að auka atvinnu- frelsi, og hins vegar árin 2004 til 2008, þegar auðjöfrar tóku völd, eins og Ingi Freyr lýsir. Þegar hér var komið sögu, hafði íslenska ríkið greitt að mestu upp skuldir sínar, en þegar tölur um erlendar skuldir þjóðarbúsins eru skoðaðar, sést, að skuldasöfnun bankanna hófst að ráði árið 2004. Eðlilegt er líka af annarri ástæðu að miða við árið 2004. Þá urðu þau tímamót, að forseti Íslands synjaði svokölluðum fjölmiðlalögum frá Alþingi staðfestingar, en einn helsti auðjöfurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi, taldi þau beinast gegn sér og barðist hart gegn þeim, enda átti hann marga helstu fjölmiðla landsins, meðal annars sjónvarpsstöð, útvarpsstöðvar og dagblöð. Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, var á þeim tíma í góðu sambandi við Jón Ásgeir, og kosningastjóri hans frá 1996 var forstjóri sjónvarpsstöðvar hans. Af einhverjum ástæðum horfir Ingi Freyr Vilhjálmsson að mestu fram hjá umsvifum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar árin 2004 til 2008, þótt bók hans eigi að vera um ham- skiptin þá. Fróðlegt er því að skoða, hvað rannsóknarnefnd Alþingis segir í skýrslu sinni (7. b., bls. 190): „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að sam- þjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði á þetta við um lánveit- ingar til ákveðinna hópa innan hvers banka en jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta er Baugur Group og fyrirtæki því tengd. Í öllum þremur stóru bönkunum og Straumi-Burðarási var Baugshópurinn orðinn of stór áhætta. Hið sama má segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson, Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þótt áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkuð minni en Baugshópsins.“ Ekki verður betur séð en rannsóknarnefndin hafi rétt fyrir sér um þetta, enda er þetta stutt tölum úr bankageiranum. Sá munur var einnig á Jóni Ásgeiri annars vegar og öðrum íslenskum auðjöfrum hins vegar, að hann átti fleiri og öflugri fjölmiðla og kom frekar við sögu í stjórnmálum. Í bók sinni einbeitir Ingi Freyr sér hins vegar að Björgólfi Guðmundssyni, sem var gjafmildastur allra auðjöfranna, og er eitt meginstef Inga Freys, að æ sjái gjöf til gjalda. Björgólfur hafi gert menn háða sér. Dæmi Inga Freys eru þó ekki alvarleg. Hann segir frá því, að Landsbankinn hafi vorið 2004 veitt 160 listamönnum ókeypis afnot af gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt í Reykjavík. Björgólfur hafi ekki viljað taka þátt í afhendingu hússins, ef Snorri Ásmundsson myndlistarmaður veitti því viðtöku. „Snorri hafði meðal annars verið tekinn fyrir ölvunarakstur og handtekinn með fíkniefni auk þess að hafa lýst því fyrir að hann hygðist bjóða sig fram til embættis forseta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.