Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 33
32 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015
dagar.5 Sambærileg könnun á ferðavenjum
Íslendinga var gerð á árinu 2015 og kemur
þar fram að 87,1% þjóðarinnar hafði ferðast
innanlands og erlendis á árinu 2014.6 Af
þessum tveimur könnunum má draga þá
ályktun að áhugi landsmanna á ferðalögum
um landið hafi síst minnkað, ef eitthvað hefur
hann aukist. Raunar er það svo að munurinn
milli kynja og aldurshópa lítill. Og það sem
hlýtur að teljast stórmerkilegt að áhuginn
virðist vera stéttlaus. Allir ferðast innanlands.
Ekki aðeins hafa orðið breytingar á viðhorfi
alls almennings heldur hafa samhliða orðið
gríðarlega breytingar í lögum og reglum
um náttúru- og umhverfisvernd. Samkvæmt
lögum eru flestar framkvæmdir háðar mati á
umhverfisáhrifum, til eru lög gegn mengun
hafs og stranda, um meðhöndlun úrgangs,
náttúruvernd, rekstur fráveitna, efni og
efnablöndur, bann við losun hættulegra efna
í sjó og lög um sinubrennur og meðferð elda
á víðavangi og lög um verndar- og orkunýt-
ingaráætlun sem í daglegu tali eru nefnd
rammaáætlun. Þetta og margt fjölmargt
annað hefur orðið til á innan við þremur ára-
tugum. Starfandi er ráðuneyti um umhverfi
og auðlindir og sérstök opinber stofnun sem
nefnist Umhverfisstofnun. Stofnaðir hafa verið
nýir þjóðgarðar, annar kenndur við Vatnajökul
og hinn við Snæfellsjökul.
Ekki má heldur gleyma frjálsum félaga-
5 Viðhorfsrannsókn, Ferðamálaráð, Ferðavenjur
árið 2000, Íslenskar markaðsrannsóknir desember
2000.
6 Ferðamálastofa 2015, Ferðalög Íslendinga, mars
2015, Markaðs- og miðlarannsóknir.
samtökum sem láta sig varða náttúru- og
umhverfisvernd. Meðal þeirra eru Ferðafélag
Íslands, Útivist, Íslenski Alpaklúbburinn,
Samtök útivistarfélaga, Ferðaklúbburinn 4x4,
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands,
Jöklarannsóknarfélag Íslands, Fuglaverndun-
arfélag Íslands, Hellarannsóknafélag Íslands,
Náttúruvaktin og samtök um náttúruvernd
eru starfandi í öllum landsfjórðungum.
Upptalningin er síður en svo tæmandi og má
nefna til sögunnar margvíslegar upplýsinga-
og umræðusíður á Facebook um þessi mál og
vefsíðuna sem hin öflugu samtök Framtíðar-
landið standa að, framtidarlandid.is.
Áhugi landsmanna er vissulega fyrir hendi.
Þó ágreiningur sé um leiðir eru markmiðin í
flestum tilvikum sameiginleg og öllum ljós.
Þversögnin
Áður var sagt að til að skilja íslenska náttúru
þurfi skilning á sögu landsins, ævintýrum,
þjóðsögum, reynslu genginna kynslóða,
og ekki síður hugsunarhætti landsmanna.
Hér hefur verið stiklað á stóru frá upphafi
landnáms. Niðurstaðan er sú að til að þrauka
gekk þjóðin á náttúru landsins, harðindi voru
tíð og allt þetta hafði þær afleiðingar að það
var nær skóglaust og öðrum gróðri hnignaði,
gróðurleysur stækkuðu. Frammi fyrir þessu
stendur þjóðin og getur í raun ekkert gert
annað en bætt úr eins og kostur er, gera
landið búsældarlegra með skógi og öðrum
gróðri, þó ekki væri til annars en að koma í
veg fyrir að sagan endurtaki sig.
Þjóðin býr nú vel að sér. Nú steðja ekki
önnur harðindi að henni nema hugsanlega
hin efnahagslegu og hart er brugðist við
þeim. Þó vissulega sé þjóðfélagið með öðrum
brag en fyrr á öldum koma margir auga á
þversögnina. Þrátt fyrir nýjar kynslóðir, breytt
viðhorf til landsins, náttúrunnar og fleira og
fleira virðist enn svo að „hönnun“ landsins
sé ekki nógu góð. Búsældin mætti að áliti
fjölmargra vera betri en lengst af hefur verið
talið og því er komin upp meinleg þörf á að
breyta landi, „endurhanna“ og laga sem áður
þótti fullgott frá náttúrunnar hendi.
Þversögnin er eitthvað á þessa leið: Um leið
Þrátt fyrir nýjar kynslóðir, breytt
viðhorf til landsins og fleira og fleira
virðist enn svo að „hönnun“ landsins
sé ekki nógu góð. Búsældin mætti að
áliti fjölmargra vera betri en lengst
af hefur verið talið og því er komin
upp meinleg þörf á að breyta landi,
„endurhanna“ og laga sem áður þótti
fullgott frá náttúrunnar hendi.