Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 72
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 71 ríkisstjórnin kannski þjóðina og vilja hennar? Þetta mál á að bera undir ákvörðunarvald íslensku þjóðarinnar.“ Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, barðist hart fyrir framgangi Svavars- samninganna og síðar Icesave II. Hann skrifaði pistil á heimasíðu sína 11. janúar 2010: „Því hefur verið haldið fram að með Icesave-samningunum sé verið að setja óheyrilegar byrðar á komandi kynslóðir Íslendinga, sumir segja um alla framtíð. Ekkert þessu líkt er að finna í öllum þeim gögnum sem Alþingi hefur borist frá fjölmörgum aðilum við umfjöllun málsins.“ Björn Valur bætti við: „Það er því hjákátlegt að þurfa að hlusta á svokallaða sérfræðinga, innlendra og erlendra, haldi því fram að komandi kynslóðir Íslendinga komi til með að greiða þessar skuldir. Enn grátlegra er þó að hlusta á fjölmiðlafólk láta þessa vitleysu yfir sig ganga án þess að bregðast við sem bendir til þess að fjölmiðlar láti stjórnast af umræðunni gagnrýnislaust. Það er áhyggjuefni ef svo er, ekki síst í komandi kosningabaráttu vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar.“ Indriði H. Þorláksson var sérstaklega ósáttur við niðurstöðuna í þjóðaratkvæða- greiðslunni. „Þjóðernishroki, heimsfrelsun, minnimáttarkennd, kveinstafir og vesældar- þráhyggja,“ var einkunnin sem Indriði gaf þeim sem ekki voru tilbúnir til að skrifa upp á Icesave-reikninginn. Í pistli á Smugunni, vefriti Vinstri grænna, fór Indriði hörðum orðum um andstæðinga Icesave-samkomulagsins: „Í umræðunni fundu flestir mola við sitt hæfi sem nýttust þeim til að gera sjálfmynd sína að söluvöru á markaðstorgi lýðskrumsins. Þjóðernishroki, heimsfrelsun, minnimáttar- kennd, kveinstafir og vesældarþráhyggja fundu sér samastað í henni. Unnt var að fræðast mikið um þátttakendur en lítið um málið.“ Ekki leið nema mánuður frá því að 98% kjósenda höfnuðu Icesave-lögunum, þangað til ríkisstjórnin var búin að undirrita vilja- yfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tengslum endurskoðun á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og sjóðsins. Í 20. lið yfirlýsingarinnar gekk ríkisstjórnin þvert á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Yfirlýsingin var ekki skilin öðruvísi en að ríkisstjórnin hafi viðurkennt með skýrari hætti en nokkru sinni, skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbankans. Ný samninganefnd var skipuð í febrúar 2010 samkvæmt sérstöku samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu. Formaður var bandaríski lögfræðingurinn Lee Buckheit. Engin vandræða að greiða En áfram var haldið að berjast fyrir þjóðnýtin- gu Icesave-skulda Landsbankans. Björn Valur Gíslason skrifaði á heimasíðu sína 7. septem- ber 2010: „Ég fæ ekki með nokkru móti séð að íslenska þjóðin, íslenskur almenningur, heimili og fyrirtæki, hafi gott af því að málinu sé haldið í því horfi sem það er í dag. Fyrir því eru engin haldbær rök. Þeirra ábyrgð er mikil sem hafa lagt sig alla fram um að koma í veg fyrir lausn málsins og haft erindi sem erfiði. Nú er kominn tími til að loka þessu máli, kalla það aftur inn á þing og samþykkja þann samning sem í boði er áður en málið versnar enn frekar, öllum til tjóns.” Nýr samningur – Icesave III – leit dagsins ljós og enn á ný kom stjórnarmeirihlutinn í veg fyrir að samningurinn yrði borinn undir þjóðina. Enn á ný var það forsetinn sem synjaði samþykkt laga og tryggði þar með þjóðaratkvæðagreiðslu í annað sinn. Kjósend- ur höfnuðu samningunum í atkvæðagreiðslu 9. apríl 2011. Um 60% sem sögðu nei. Daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna átti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fund með erlendum blaðamönnum. Þar gaf hann út merkilega yfirlýsingu: „Íslenska ríkið mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að greiða skuldir sínar. Gjaldeyrisforðinn nægir fullkomlega fyrir afborgunum á næstu árum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.