Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 93

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 93
92 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 menntamenn. Felix, faðir Bills, varð forseti stærðfræðideildar Chicago-háskóla og fékk vísindaorðu úr hendi Bills Clinton forseta 1999 og yngri bræður hans, Andrew og Tom, urðu báðir kunnir stærðfræðingar á eigin forsendum. Tom var forseti Stærðfræðifélags Bandaríkjanna og forseti stærðfræðideildar Princeton-háskóla og Andrew var forseti stærðfræðideildar Brown-háskóla. Hér er því sögð áhugaverð ættarsaga og fer fyrsti hluti bókarinnar í að rekja það. Í öðrum hluta bókarinnar er Browder kominn til Rússlandi og nær að hagnast ótrúlega í því furðulega efnahagsumhverfi sem þar ríkti á tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar aldar. Líklega hefur mannkynsagan ekki séð annað eins. Rússlandi er gríðarlega auðugt af náttúrugæðum og eftir fall Sovétríkjanna varð mikil barátta um eignarhald yfir þessum auðævum og er það einn helsti kostur bókarinnar hve skilmerki- lega þetta ástand er rakið. Það er sláandi að lesa um að auðævi, sem samsvara olíulind- um Kuwait, hverfa úr eignasafni Gazprom olíurisans án þess að neinn átti sig á því! Margar slíkar sögur úr rússnesku viðskiptalífi fylgja og líklega eru þær einn helsti styrkur bókarinnar. Að maður sem hefur náð jafn langt í rússnesku viðskiptalífi og Browder skuli opna sig með þessum hætti er dýrmætt fyrir alla þá sem vilja setja sig inn í rússneskt þjóðlíf. En hvaða augum er hægt að líta Vladimír Pútin? Það er ekki einfalt en við verðum þó að reyna til að skilja það umhverfi sem hann sprettur úr. Jú, hann er pólitískt kamelljón, miskunnarlaus en virðist þó færa Rússum einhverja trú og sjálfstraust. Svo mjög að hann virðist fær um að leiða þá eitthvert sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar, með pólitískt aðhald, næðu aldrei að gera. Við og við örlar jafnvel á aðdáun á Pútin, hann sé kraftmikill leiðtogi sem láti ekki smáatriðin vefjast fyrir sér. Það er hættulegur hugsanaháttur. Browder dýpkar skilning lesenda á Pútín eins og þessi frásögn ber með sér: „Velta má fyrir sér hvers vegna Vladímír Pútín leyfði mér að gera þetta. Svarið er að um skeið fóru hagsmunir okkar saman. Þegar Pútín varð forseti í janúar 2000 fékk hann titilinn forseti Rússneska sambands- ríkisins en ólígarkar, héraðsstjórar og glæpa- gengi höfðu hrifsað til sín hið eiginlega forsetavald. Jafnskjótt og Pútín tók við völdum hófst hann handa við það for- gangsverkefni að ná valdinu af þessum mönnum og koma því í réttar hendur í Kreml — eða réttara sagt, í eigin tvær hendur. Viðvíkjandi mér og baráttu minni gegn spillingu beitti hann í grundvallaratriðum pólitíska heilræðinu að „óvinur óvinar þíns er vinur þinn”. Hann notaði starfsemi „Þegar Pútín varð forseti í janúar 2000 fékk hann titilinn forseti Rússneska sambandsríkisins en ólígarkar, héraðsstjórar og glæpagengi höfðu hrifsað til sín hið eiginlega forsetavald. Jafnskjótt og Pútín tók við völdum hófst hann handa við það forgangsverkefni að ná valdinu af þessum mönnum og koma því í réttar hendur í Kreml — eða réttara sagt, í eigin tvær hendur.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.