Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 70
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 69 Icesave-skulda Landsbankans, hefði numið 241 milljarði króna, óháð heimtum úr búi bankans. Þennan vaxtakostnað hefðu skattgreiðendur á Íslandi þurft að bera ef samningurinn hefði náð fram að ganga. Vaxtakostnaðurinn hefði numið um þremur milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þessi kostnaður var sparðatíningur í hugum stuðnings- og forráðamanna vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Ólafur Ragnar Grímsson forseti staðfesti lögin 2. september en þá þegar höfðu honum borist áskoranir um að hafna staðfestingu þeirra. Um leið gaf hann út skrif- lega yfirlýsingu, þar sem bent var á að í lögun- um væru margvíslegir fyrirvarar sem Alþingi setti inn í frumvarp fjármálaráðherra. En heilladísirnar voru á bandi Íslendinga því bresk og hollensk stjórnvöld felldu sig ekki við þá fyrirvara sem Alþingi hafði sett. Vegna þessa hófust viðræður að nýju milli landanna þriggja. Ágreiningur var í vinstri ríkisstjórninni um málið og Ögmundur Jónas- son sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Í viðtali í Spegli Ríkisútvarpsins 18. september var Ögmundur harðorður: „Við höfum verið með hnífinn á barkanum, Íslendingar, af hálfu Breta og Hollendinga, þessara gömlu nýlenduherra, sem kunna nú sitthvað fyrir sér þegar þeir eru að beygja undir sig fórnarlömb sín.“ Eftir nýjar viðræður við Breta og Hollend- inga var sérstakur viðaukasamningur við fyrirliggjandi lánasamninga undirritaður 19. október. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram frumvarp og til harðra átaka kom á þingi. Stjórnarandstaðan hélt því fram að þeir fyrir- varar sem þingið hafði samþykkt í ágúst væru að engu gerðir. Frumvarp fjármálaráðherra (Icesave II) var samþykkt 30. desember, en nú neitaði forseti að staðfesta lögin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars 2010 höfnuðu 98% kjósenda að gangast í ábyrgð fyrir skuldum einkafyrirtækis. Áður en ríkisábyrgðin var samþykkt af meirihluta þingsins var breytingatillaga sem Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram um að efnt skyldi til þjóðar- atkvæðis, felld með 33 atkvæðum gegn 30. Breytingartillagan var einföld: „Bera skal heimild fjármálaráðherra til að veita ríkisábyrgð skv. 1. mgr. undir þjóðar- atkvæðagreiðslu allra atkvæðisbærra manna svo fljótt sem verða má og eigi síðar en sex vikum frá gildistöku laganna. Heimildin skal veitt sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi því.“ Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, auk nokkurra stjórnarþingmanna studdu tillögu Péturs en það dugði ekki. Þegar greidd voru atkvæði um tillöguna sagði Pétur: „Hér er lagt til að borgarar þessa lands taki ákvörðun um það hvort þeir vilji taka á sig þessar gífurlegu skuldbindingar, sem ekki aðeins þeir, heldur líka börnin þeirra og barnabörn, munu greiða.“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu: „Hvers vegna er þjóðinni ekki treyst? Óttast Björn Valur Gíslason sagði það hákátlegt að halda því fram „að komandi kynslóðir Íslendinga komi til með að greiða þessar skuldir”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.