Þjóðmál - 01.12.2015, Side 70

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 70
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 69 Icesave-skulda Landsbankans, hefði numið 241 milljarði króna, óháð heimtum úr búi bankans. Þennan vaxtakostnað hefðu skattgreiðendur á Íslandi þurft að bera ef samningurinn hefði náð fram að ganga. Vaxtakostnaðurinn hefði numið um þremur milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þessi kostnaður var sparðatíningur í hugum stuðnings- og forráðamanna vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Ólafur Ragnar Grímsson forseti staðfesti lögin 2. september en þá þegar höfðu honum borist áskoranir um að hafna staðfestingu þeirra. Um leið gaf hann út skrif- lega yfirlýsingu, þar sem bent var á að í lögun- um væru margvíslegir fyrirvarar sem Alþingi setti inn í frumvarp fjármálaráðherra. En heilladísirnar voru á bandi Íslendinga því bresk og hollensk stjórnvöld felldu sig ekki við þá fyrirvara sem Alþingi hafði sett. Vegna þessa hófust viðræður að nýju milli landanna þriggja. Ágreiningur var í vinstri ríkisstjórninni um málið og Ögmundur Jónas- son sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Í viðtali í Spegli Ríkisútvarpsins 18. september var Ögmundur harðorður: „Við höfum verið með hnífinn á barkanum, Íslendingar, af hálfu Breta og Hollendinga, þessara gömlu nýlenduherra, sem kunna nú sitthvað fyrir sér þegar þeir eru að beygja undir sig fórnarlömb sín.“ Eftir nýjar viðræður við Breta og Hollend- inga var sérstakur viðaukasamningur við fyrirliggjandi lánasamninga undirritaður 19. október. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram frumvarp og til harðra átaka kom á þingi. Stjórnarandstaðan hélt því fram að þeir fyrir- varar sem þingið hafði samþykkt í ágúst væru að engu gerðir. Frumvarp fjármálaráðherra (Icesave II) var samþykkt 30. desember, en nú neitaði forseti að staðfesta lögin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars 2010 höfnuðu 98% kjósenda að gangast í ábyrgð fyrir skuldum einkafyrirtækis. Áður en ríkisábyrgðin var samþykkt af meirihluta þingsins var breytingatillaga sem Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram um að efnt skyldi til þjóðar- atkvæðis, felld með 33 atkvæðum gegn 30. Breytingartillagan var einföld: „Bera skal heimild fjármálaráðherra til að veita ríkisábyrgð skv. 1. mgr. undir þjóðar- atkvæðagreiðslu allra atkvæðisbærra manna svo fljótt sem verða má og eigi síðar en sex vikum frá gildistöku laganna. Heimildin skal veitt sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi því.“ Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, auk nokkurra stjórnarþingmanna studdu tillögu Péturs en það dugði ekki. Þegar greidd voru atkvæði um tillöguna sagði Pétur: „Hér er lagt til að borgarar þessa lands taki ákvörðun um það hvort þeir vilji taka á sig þessar gífurlegu skuldbindingar, sem ekki aðeins þeir, heldur líka börnin þeirra og barnabörn, munu greiða.“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu: „Hvers vegna er þjóðinni ekki treyst? Óttast Björn Valur Gíslason sagði það hákátlegt að halda því fram „að komandi kynslóðir Íslendinga komi til með að greiða þessar skuldir”.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.