Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 88
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 87
skömmu síðar til Englandsbanka, en því bréfi
var ekki svarað. Ólafur telur, að Davíð hefði
átt að þiggja aðstoð Kings við að reyna að
minnka íslensku bankana (bls. 68–69). En
hvað felst í því? Ekki getur verið átt við annað
en áætlun um að neyða íslensku bankana
til að selja eignir, þótt skráð eigið fé þeirra
væri verulegt. Um leið og slík áætlun hefði
verið samin eða kynnt, hefði allt traust á
bönkunum horfið og þeir fallið. Vorið 2008
var ástandið á alþjóðlegum fjármálamarkaði
orðið mjög viðkvæmt. Þá þurfti ekki slíka
áætlun, heldur aðgang að lausafé, og um það
neitaði Englandsbanki Seðlabankanum. Síðar
á árinu neitaði líka bandaríski seðlabankinn
Seðlabankanum um gjaldeyrisskiptasamning,
um leið og hann gerði slíka samninga við alla
aðra seðlabanka í Vestur-Evrópu utan evru-
svæðisins, sem gerði þeim kleift að bjarga
bönkum, sem ella hefðu hrunið, eins og síðar
kom á daginn, til dæmis Royal Bank of Scot-
land og Danske Bank. Þarf að skýra, hvers
vegna Íslendingar sættu þessari sérmeðferð.
Þjóðsögur Ólafs um Rússalánið
og hryðjuverkalögin
Ólafur Arnarson víkur nokkrum orðum að
Rússaláninu svonefnda 2008 (bls. 102–103):
„Sendiherra Rússa, Victor I. Tatarintsev,
mun hafa verið æfur yfir frumhlaupi Davíðs
þegar það átti sér stað þó að hann hafi
örfáum mánuðum síðar lýst því sem
farsakenndri uppákomu í samtölum.“
Ólafur bætir við:
„Rússar hefðu getað lokið þessu máli innan
ákveðins tímaramma ef Davíð Oddsson
hefði ekki eyðilagt málið. Þetta er haft eftir
Tatarintsev sem hefur ekki farið leynt með
það í viðtölum við æðstu menn hvern hann
telur vera hlut formanns bankastjórnarinnar
í því að ekkert varð úr láni frá Rússlandi.“
Hér eru ummæli höfð eftir sendiherranum
í trausti þess, að hann sé ekki til andsvara.
Hið rétta í málinu er, að sendiherrann hafði
að eigin frumkvæði samband við Davíð
Oddsson snemma morguns þriðjudaginn
7. október og tilkynnti honum, að Rússar
væru reiðubúnir að lána Íslendingum fjóra
milljarða evra á lágum vöxtum. Kvað hann
engin tormerki á því að skýra opinberlega frá
því. Svo virðist hins vegar sem málið hafi ekki
verið fullafgreitt í Moskvu, því að síðar um
daginn hafði sendiherrann aftur samband
við Davíð og bað hann að draga í land. Davíð
gerði það, þótt hann vissi vel, að sér yrði núið
því um nasir. Um leið og Rússar fengu veður
af því, að Íslendingar hygðust ef til vill leita til
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, misstu þeir áhuga
á að veita lán. Stjórnmálasjónarmið höfðu
vitanlega ráðið upphaflegum áhuga þeirra.
Ég sat þá í bankaráði Seðlabankans og fylgd-
ist vel með þessu. Tryggvi Þór Herbertsson,
sem þá var efnahagsráðgjafi forsætisráðherra
og hafði rætt við Rússa á bak við tjöldin, hefur
líka staðfest þetta í samtali við mig. Töluðu
þeir sendiherrann saman í síma að morgni
7. október, strax eftir að sendiherrann hafði
hringt í seðlabankastjóra. Eðlilegt var, að
Íslendingar leituðu austur, þegar önnur sund
lokuðust. Þeir höfðu gert hið sama undir
forystu Bjarna Benediktssonar, þáverandi
utanríkisráðherra, sem enginn sakaði um
Rússadekur, eftir löndunarbann Breta í land-
helgisdeilunni 1952.
Ólafur Arnarson vitnar (bls. 74) í breska
blaðið Guardian frá 23. janúar 2011 um
það, að Davíð Oddsson hafi valdið „upp-
námi breskra stjórnvalda þegar hann í miðri
hringiðu bankakreppu kom fram í íslenska
Ríkissjónvarpinu 7. október og lýsti því
yfir að Íslandi ætti ekki og myndi ekki axla
kostnaðinn vegna hinna föllnu banka“. Síðan
segir Ólafur:
„Það voru orð Davíðs í Kastljósinu 7.
október 2008 sem ollu því að hryðju-
Ekki getur verið átt við annað en
áætlun um að neyða íslensku bankana
til að selja eignir, þótt skráð eigið fé
þeirra væri verulegt. Um leið og slík
áætlun hefði verið samin eða kynnt,
hefði allt traust á bönkunum
horfið og þeir fallið.