Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 89
88 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 verkalögunum var beitt gegn Íslandi að mati blaðamanns Guardian.“ Ólafur endurtekur þetta síðar í bókinni (bls. 93). Raunar segir blaðamaðurinn, Simon Bowers, þetta ekki beint í frétt sinni, þótt mat hans ráði auðvitað engum úrslitum í málinu. En það er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að breskir ráðamenn hafa aldrei haldið því fram, að þeir hafi sett hryðjuverkalögin 8. október vegna ummæla Davíðs Oddssonar í sjónvarpi kvöldið áður. Þeir hafa í yfirheyrslum hjá þingnefndum og opinberlega nefnt símtal Alistairs Darlings, fjármálaráðherra Breta, við Árna Mathiesen að morgni 7. október, en sennilegt er að dómi Árna, að þeir hafi ákveðið beitingu þeirra talsvert áður. Í endurminningum sínum staðfestir Darling það óbeint (Back from the Brink, bls. 152). Hann treysti ekki íslenskum stjórnvöldum og því síður bönkunum. Breskir ráðamenn voru sannfærðir um, að íslensku bankarnir væru að skjóta fé undan, þótt ekki sé enn fullskýrt, hversu harkalega þeir brugðust við. Því miður er ekki heldur allt satt og rétt, sem komið hefur fram frá Bretum, þar á meðal Darling, um þessi mál, en það er önnur saga. Þjóðsögur Ólafs um „gjaldþrot Seðlabankans“ og Icesave-deiluna Ólafur Arnarson heldur því fram, að Seðla- bankinn hafi orðið gjaldþrota undir stjórn Davíðs Oddssonar. „Gjaldþrot Seðlabankans var ekkert smágjaldþrot. Bankinn tapaði nálega 350 milljörðum á útlánum sínum en átti fyrir eigið fé upp á um það bil 90 milljarða þannig að gatið var stórt“. (bls. 87) Gjaldþrot verður, þegar aðili á ekki fyrir skuldum. Hvenær átti Seðlabankinn ekki fyrir skuldum? Hið rétta í málinu er, að bankinn varð aldrei gjaldþrota. Hann tapaði stórfé á því, að allt bankakerfið hrundi, eftir að bankinn hafði eftir megni reynt að halda því uppi. Þess vegna afhenti Seðlabankinn ríkissjóði skömmu eftir hrunið 345 milljarða kr. kröfur á viðskiptabankana, en ríkissjóður gaf á móti úti 270 milljarða kr. skuldabréf til fimm ára. Bankinn tók því sjálfur á sig 75 milljarða kr. tap. Gert var þá ráð fyrir, að 90 milljarðar kr. myndu endurheimtast, og samkvæmt því var tap ríkissjóðs 175 milljarðar kr., eins og Steingrímur J. Sigfús- son, þáverandi fjármálaráðherra, upplýsti á Alþingi 2010. Síðar tók Seðlabankinn aftur við kröfunum, og sér eignasafn hans, ESÍ, um það. Enn er óvíst, hversu mikið fæst að lokum upp í kröfurnar. Ólafur Arnarson Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Breta, treysti ekki íslenskum stjórnvöldum og því síður bönkunum. Mynd: Antonio Cruz/ABr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.