Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 4
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 3 ritstjórnarbréf Gleðileg jól og farsælt komandi ár Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Trúarjátning þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar, úr ljóðinu Lífshvöt, er í senn látlaus og fögur. Í hraða samtímans og sífellt flóknari heimi þar sem tæknin tekur stundum völdin, er einfaldleikinn oft kærkominn. Við öðlumst stundarfrið og gefum okkur tíma til að hugleiða það sem mestu skiptir í lífinu. Björn Jónsson – Björn í Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði – sagði kærleikann grundvöll að öllu góðu. Í tilefni af áttræðisafmæli Björns átti Morgunblaðið við hann langt viðtal í desember 1982 en Björn var um áratugaskeið fréttaritari blaðsins. Björn sagði meðal annars: „Ef ég reyni að skýra viðhorf mitt til Guðs, sem í alheimi býr og þá trú sem ég, vesæll maður, vil hafa, þá er auðsvarað að kærleikann tel ég grundvöll að öllu því góða sem við eigum að tileinka okkur í daglegu líferni, því að kærleikurinn er hinn sanni Guð í alheimi og það besta í okkur sjálfum. Í flestum tilfellum er kærleikurinn fyrsta kenndin sem barnið skynjar, það er til móður sinnar, og út lífið er það þessi guðdómlega kennd, sem er undirstaða alls góðs.“ Viðhorf Björns í Bæ til lífsins og þess sem er mikilvægast, kann sumum að þykja barnslegt og vera merki um einfeldningshátt hins trúgjarna. Við hin snúum okkur til Steingríms og förum með fjórar ljóðlínur sem lýsa trú okkar betur en flest annað. Þjóðmál óska lesendum sínum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.