Þjóðmál - 01.12.2015, Side 4

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 4
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 3 ritstjórnarbréf Gleðileg jól og farsælt komandi ár Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Trúarjátning þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar, úr ljóðinu Lífshvöt, er í senn látlaus og fögur. Í hraða samtímans og sífellt flóknari heimi þar sem tæknin tekur stundum völdin, er einfaldleikinn oft kærkominn. Við öðlumst stundarfrið og gefum okkur tíma til að hugleiða það sem mestu skiptir í lífinu. Björn Jónsson – Björn í Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði – sagði kærleikann grundvöll að öllu góðu. Í tilefni af áttræðisafmæli Björns átti Morgunblaðið við hann langt viðtal í desember 1982 en Björn var um áratugaskeið fréttaritari blaðsins. Björn sagði meðal annars: „Ef ég reyni að skýra viðhorf mitt til Guðs, sem í alheimi býr og þá trú sem ég, vesæll maður, vil hafa, þá er auðsvarað að kærleikann tel ég grundvöll að öllu því góða sem við eigum að tileinka okkur í daglegu líferni, því að kærleikurinn er hinn sanni Guð í alheimi og það besta í okkur sjálfum. Í flestum tilfellum er kærleikurinn fyrsta kenndin sem barnið skynjar, það er til móður sinnar, og út lífið er það þessi guðdómlega kennd, sem er undirstaða alls góðs.“ Viðhorf Björns í Bæ til lífsins og þess sem er mikilvægast, kann sumum að þykja barnslegt og vera merki um einfeldningshátt hins trúgjarna. Við hin snúum okkur til Steingríms og förum með fjórar ljóðlínur sem lýsa trú okkar betur en flest annað. Þjóðmál óska lesendum sínum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.