Þjóðmál - 01.12.2015, Side 49

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 49
48 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 fyrir þann hluta lóðarinnar, sem ekki fellur honum í arf. Skoðum dæmigerð lóðaviðskipti. Gerum ráð fyrir að kaup og sala fari fram á fasteignamati. Einbýlishús á leigulóð er selt á 94,5 milljónir króna. Fasteignarmatið skiptist þannig: Húsið sem verður eign kaupanda er metið á 70,45 milljónir en lóðin, sem er og verður talin eign Reykjavíkurborgar er metin á 24,05 milljónir eða 25% af heildarverðinu. Snúum okkur að kaupum á lóðarhlutanum. Kaupandinn þarf að greiða liðlega 24 milljónir króna. Gefum okkar að hann fjármagni kaupin með því að taka 25 ára verðtryggt lán með 3,7% vöxtum (verðtryggt lán hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna með föstum vöxtum) sem nema alls 11,2 milljónum. Kaupverðið + vextir nemur alls 35,2 milljón- um og þá fjárhæð verður kaupandinn að greiða af tekjum sínum. Af tekjunum greiðir hann 46,24% tekjuskatt (31,80% skatt og 14,44% útsvar) eða tæpar 30,3 milljónir. Eins og sést á töflu 1 verður heildarkostnaður kaupanda tæpar 65,5 milljónir fyrir lóð, sem hann á ekkert í. Af þessu er ljóst að bankarnir og hið opinbera eru að skipta sjálfsaflafé einstaklinganna upp á milli sín. Eru menn eitthvað hissa á því að ungt fólk eigi erfitt með að festa sér íbúð í dag og verði að búa áfram hjá pabba og mömmu, á meðan svona vélabrögð eru í gangi? Berum saman annars vegar lóð, sem er raunveruleg leigulóð en hins vegar lóð, sem Reykjavíkurborg legir út. Hugsum okkur 25 ára tímabil. Eins og sést á töflu 2 eru gjöld mjög mis- munandi eftir sveitarfélögum. Sums staðar þurfa húseigendur að greiða jafnvirði matsverðs lóðanna til sveitar- félagsins á stuttum tíma stundum ríflega styttri en leigutímanum. Eru allir stjórnmálaflokkarnir sósíalískir? Allir flokkar boða trú á einstaklinginn og mannréttindi hans. Heildarlóðamat í Reykjavík er 370 milljarðar króna. Af þeirri upphæð er 89 milljarðar eignarlóðir eða 30%. Leigulóðir, þinglýst eign Borgarinnar er hins vegar 281 milljarður eða 70%. Er það virkilega stefna flokkanna að eignir séu í opinberri eigu en ekki eignir einstaklinga? Eða er þetta ástand sem líður áfram í hugsunarleysi? Tafla 1. Gjaldtaka vegna leigulóða: Samanburður á tveimur aðferðum Kaupverð Raunveruleg Leigulóð kostnaðarliðir leigulóð Reykjavíkurborgar 1 Kaupverð 0 24.050.000 2 Vextir 0 11.160.153 3 Skattar 10.286.667 30.284.914 4 Kaupverð samtals (1-3) 0 65.495.057 5 Lóðaleiga 22.246.250**** 1.202.500* 6 Fasteignargjöld 0 1.202.500** 7 Vatns- og fráveitugjöld 0 1.456.856*** 8 Erfðaskattur 0 2.405.000 9 Útlausn erfingja (3 erfingjar) 0. 16.033.000 10 Heildarkostnaður í 25 ár 32.532.917 88.094.913 * Lóðaleiga í 25 ár (48.100 á ári í 25 ár). ** Fasteignargjöld í 25 ár (48.100 á ári í 25 ár). *** Vatns- og fráveitugjöld í 25 ár (58.274,- á ári í 25 ár). Áður voru vatns- og fráveitugjöld innifalin í fasteignagjaldinu. **** 3,7% af fasteignamati.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.