Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 85
84 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 flokkurinn venjulega kenndur við nýfrjáls- hyggju. Svari höfundur því til, að málið snúist frekar um hið almenna andrúmsloft í land- inu, sem vilhallt hafi verið auðjöfrunum, þá er áreiðanlega margt til í því, en þá vaknar spurningin, af hverju þetta andrúmsloft hafi mótast árin 2004–2008. Hvað hafði breyst? Frjálshyggjumennirnir sögðu þá hið sama og þeir höfðu gert alla tíð. En eins og Ingi Freyr bendir á sums staðar í þessari bók og Einar Már Guðmundsson rithöfundur í greina- safninu Bankastræti núll og víðar, hafði það breyst, að jafnaðarmennirnir, háskólakennarar, álitsgjafar, blaðamenn, höfðu margir gengið til liðs við auðjöfrana. Sýndi REI-málið það vel. Ýkjur og hirðuleysi Inga Freys Í þessari bók segir Ingi Freyr Vilhjálmsson margar sögur, en rannsakar fátt og ekkert út í hörgul. Hann ýkir iðulega: Að minnsta kosti sex aðrar Evrópuþjóðir urðu verr úti í fjármálakreppunni en Íslendingar, ef miðað er við samdrátt landsframleiðslu árið 2009. Ekki varð heldur allt falt á Íslandi árin 2004–2008, þótt þá sannaðist á mörgum, að sá á hund, sem elur. Ingi Freyr skrifar raunar í þessari bók eins og það sé eitthvert nýmæli, að menn taki eigin hagsmuni fram yfir hug- sjónir. (Hann kallar ágirnd „græðgi“, en íslensk málvenja er að nota það orð heldur um hóf- leysi í mat og drykk. Gætir hér enskra áhrifa: orðið „greed“ er í ensku notað um ágirnd, en „gluttony“ um græðgi.) Slíkar kvartanir eru gamalkunnar. „Varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eignum sínum, þótt auðugur sé,“ sagði Kristur. „Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er,“ kvað Hallgrímur Pétursson. Heimspeki- menntaður maður eins og Ingi Freyr hefði átt að gera greinarmun á ágirnd, sem er síður en svo lofsverð, og sjálfselsku, sem getur verið heilbrigð, enda felst í boðorðinu um, að menn eigi að elska aðra eins og sjálfa sig, að þeir eigi einmitt að elska sjálfa sig, — rækta með sér þá eiginleika, sem gera þá að betri og fyllri mönnum, en til þess eru veraldleg gæði nauðsynleg. Vafamál er, að menn hafi verið sýnu ágjarnari eða sérdrægari árin 2004–2008 en þeir voru fyrr eða síðar, eins og þó mætti ætla af bók Inga Freys. En þessi árin var óneitanlega blásin upp lánsfjárbóla, sem efldi ágirndina. Það rann á þjóðina gullæði: allar fjárfestingar virtust heppnast, því að eignir stigu í verði. Ráðið við þeim vanda er ekki að prédika gegn ágirnd, eins og sumir heimspekingar halda. Það hefur verið reynt árangurslaust öldum og árþúsundum saman. Ráðið er frekar að einskorða áhættu í viðskiptum við þá, sem taka hana. Þótt þetta hafi vissulega ekki alltaf heppnast, á enn við, að menn gæta sín betur, ef ógætni verður þeim kostnaðarsöm. Koma verður í veg fyrir, að bankamenn hirði gróðann, en ríkið beri tapið, eins og björgun- araðgerðir ýmissa ríkja í lánsfjárkreppunni virðast fela í sér. Um þetta ræðir Gunnlaugur Jónsson fjármálafræðingur í fróðlegu bókar- korni um kreppuna, Ábyrgðarkveri. Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur vissulega rétt fyrir sér um það, að þjóðlífið fór úr skorðum árin 2004–2008. Ísland skipti um ham. Guð- mundur Magnússon sagnfræðingur hafði áður skrifað bók um sama efni, Nýja Ísland. Listin að týna sjálfum sér. Forn gildi, sem menn höfðu alist upp við og borið virðingu Svari höfundur því til, að málið snúist frekar um hið almenna andrúmsloft í landinu, sem vilhallt hafi verið auðjöfrunum, þá er áreiðanlega margt til í því, en þá vaknar spurningin, af hverju þetta andrúmsloft hafi mótast árin 2004–2008. Hvað hafði breyst? Frjálshyggjumennirnir sögðu þá hið sama og þeir höfðu gert alla tíð. En eins og Ingi Freyr bendir á sums staðar í þessari bók og Einar Már Guðmunds- son rithöfundur í greinasafninu Bankastræti núll og víðar, hafði það breyst, að jafnaðarmennirnir, háskóla- kennarar, álitsgjafar, blaðamenn, höfðu margir gengið til liðs við auðjöfrana. Sýndi REI-málið það vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.